Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
Lengjudeild karla
Dalvík/Reynir
16:30 0
0
Fjölnir
Lengjudeild karla
Þróttur R.
66' 0
0
Njarðvík
Lengjudeild karla
Leiknir R.
61' 1
0
ÍR
Mjólkurbikar kvenna
Tindastóll
LL 1
2
Þór/KA
Selfoss
1
0
Kormákur/Hvöt
Gonzalo Zamorano '69 1-0
04.05.2024  -  14:00
JÁVERK-völlurinn
2. deild karla
Aðstæður: Sól og blíða á rennisléttu gervigrasinu.
Dómari: Breki Sigurðsson
Áhorfendur: 185
Maður leiksins: Ívan Breki Sigurðsson
Byrjunarlið:
1. Robert Blakala (m)
2. Ívan Breki Sigurðsson
4. Jose Manuel Lopez Sanchez
5. Jón Vignir Pétursson (f)
6. Adrian Sanchez
9. Aron Fannar Birgisson ('75)
11. Alfredo Ivan Arguello Sanabria ('75)
17. Valdimar Jóhannsson ('56)
18. Dagur Jósefsson
19. Gonzalo Zamorano ('88)
28. Eysteinn Ernir Sverrisson

Varamenn:
12. Arnór Elí Kjartansson (m)
8. Ingvi Rafn Óskarsson ('88)
10. Þorlákur Breki Þ. Baxter ('56)
15. Alexander Clive Vokes ('75)
16. Daði Kolviður Einarsson
23. Elías Karl Heiðarsson ('75)
45. Aron Lucas Vokes

Liðsstjórn:
Bjarni Jóhannsson (Þ)
Ingi Rafn Ingibergsson
Þorkell Ingi Sigurðsson
Arnar Helgi Magnússon
Lilja Dögg Erlingsdóttir
Eyþór Orri Árnason
Heiðar Helguson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+5 Afar mikilvægur sigur heimamanna í miklum vorleik.

Skýrslan væntanleg.
90. mín Gult spjald: Mateo Climent Rodriguez (Kormákur/Hvöt)
+2 Pirringsbrot
90. mín Gult spjald: Atli Þór Sindrason (Kormákur/Hvöt)
+2 Pirringsbrot
88. mín
Inn:Ingvi Rafn Óskarsson (Selfoss) Út:Gonzalo Zamorano (Selfoss)
84. mín
Robert harkar af sér Robert Blakala lá eftir viðskipti við Artur Jan. Robert stendur á fætur eftir að Lilja Dögg hafði hugað að honum og allir skilja sáttir.
82. mín
Inn:Anton Einar Mikaelsson (Kormákur/Hvöt) Út:Sigurður Pétur Stefánsson (Kormákur/Hvöt)
82. mín
Inn:Ágúst Friðjónsson (Kormákur/Hvöt) Út:Papa Diounkou Tecagne (Kormákur/Hvöt)
79. mín
Gestirnir að lýjast Það hefur heldur dregið af gestunum eftir mark Selfyssinga.
76. mín
Inn:Anton Ingi Tryggvason (Kormákur/Hvöt) Út:Jón Gísli Stefánsson (Kormákur/Hvöt)
75. mín
Inn:Elías Karl Heiðarsson (Selfoss) Út:Aron Fannar Birgisson (Selfoss)
75. mín
Inn:Alexander Clive Vokes (Selfoss) Út:Alfredo Ivan Arguello Sanabria (Selfoss)
69. mín MARK!
Gonzalo Zamorano (Selfoss)
Stoðsending: Ívan Breki Sigurðsson
Gonzo brýtur ísinn Gonzalo snýr vel á varnarmann gestanna og setur boltann örugglega í netið eftir góðan sprett og fyrirgjöf Ívans Breka.
65. mín
Smá hiti Breki á skot í varnarmann og í kjölfarið á því stinga Aron Fannar og Acai Nauset saman hornum en allir skilja sáttir eftir nokkur vel valin orð frá Breka dómara.
60. mín
Jorge líflegur á kantinum Jorge Garcia hefur verið duglegur í dag og nær sendingu út í teiginn á Artur Jan á gott skot sem Robert gerir mjög vel í að verja.
56. mín
Inn:Þorlákur Breki Þ. Baxter (Selfoss) Út:Valdimar Jóhannsson (Selfoss)
Valdimar meiddur Valdimar kennir sér meins og er skipt út fyrir Breka.
55. mín
Selfyssingar öflugri Selfyssingar byrja af meiri krafti en færin fá. Bæði lið átt háar sendingar sem skila máttlitlum skotum eða enda fyrir aftan markið.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn Gestirnir byrja með boltann og það virðast engar breytingar hafa verið gerðar á liðunum
45. mín
Hálfleikur
Bragðdauft Bragðdaufum fyrri hálfleik lokið en við gerum ráð fyrir meira fjöri í seinni hálfleik.
44. mín
Fyrsta góða færi leiksins Jón Gísli með góðan sprett upp vinstri vænginn og á góða sendingu út í teiginn þar sem Atli Þór á þéttingsfast skot niðri sem Robert gerir vel í að verja.
33. mín
Inn:Ingvi Rafn Ingvarsson (Kormákur/Hvöt) Út:Kristinn Bjarni Andrason (Kormákur/Hvöt)
Kristinn Bjarni hefur lokið leik Kristinn Bjarni sest niður og ljóst að þátttöku hans í leiknum er lokið.
30. mín
Skipulagið í fyrirrúmi Liðin eru afar vel skipulögð og gefa fá færi á sér.
20. mín
Gestirnir sækja í sig veðrið Kormákur/Hvöt hefur átt ágæta spretti seinustu mínútur án þess þó að skapa sé opin færi.
15. mín
Þreifingar í gangi Afar rólegt á Selfossi.
5. mín
Fyrsta færi leiksins Aron Fannar á fyrsta skot leiksins sem Snorri Þór ver auðveldlega. Selfyssingar búnir að halda boltanum fyrstu fimm mínúturnar.
1. mín
Leikur hafinn
Tímabilið hafið Tímabilið komið af stað. Selfyssingar sækja í átt að Lindexhöllinni.
Fyrir leik
Liðin að ganga inn á völlinn Nú styttist í leik og liðin eru mætt út á völl. Stúkan er að þéttast og allt að verða til reiðu.
Fyrir leik
Leikið á gervigrasinu Þrátt fyrir að grasið á Selfossi líti afar vel út fer leikurinn í dag fram á iðagrænu gervigrasinu. Eðlilega er engin áhætta tekin með grasið.
Fyrir leik
Liðin byrjuð að hita upp Leikskýrslan komin inn og leikmenn byrjaðir að hita upp.
Fyrir leik
Spáin, kemst Selfoss upp? Nær Kormákur/Hvöt að halda sér uppi? Fótbolti.net fékk alla þjálfara í 2 deildinni til að gefa öðrum liðum stig frá 1-11 en ekki hægt að gefa sínu eigin liði. KFA var spáð efsta sæti með 113 stig en þar á eftir þeim var Selfoss með 97 stig og spáð öðru sæti en alveg hinu megin á töflunni er Kormákur/Hvöt í síðasta sæti með aðeins 13 stig og því hafa þeir engu að tapa og koma inn í þetta tímabil pressu lausir.

Mynd: Aðdáendasíða Kormáks

Fyrir leik
Miklar breytingar Það hafa verið miklar breytingar hjá liðunum og þá sérstaklega hjá Selfoss.
Eftir vonbrigðar tímabil í fyrra hafa verið gerðar miklar breytingar í þjálfarateymi Selfoss en eftir að hafa skilið leiðir við Dean Martin komu Bjarni Jóhannsson og Heiðar Helguson til að taka við ásamt Inga Rafni Ingibergssyni, sem var aðstoðarmaður Dean á síðasta tímabili.

Kormákur/Hvöt hafa líka gert breytingar en þeir hafa fengið fullt af leikmönnum til sín fyrir þetta tímabil og ætla að leggja allt í sölur till að halda sér uppi.


Mynd: Selfoss

Fyrir leik
Fyrsta umferð 2. deild karla Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá Jáverk-vellinum, þar sem Selfoss tekur á móti Kormák/Hvöt í fyrstu umferð 2. deild karla.

Mynd: Arnar Magnússon

Byrjunarlið:
28. Snorri Þór Stefánsson (m)
2. Papa Diounkou Tecagne ('82)
3. Acai Nauset Elvira Rodriguez (f)
6. Sigurður Pétur Stefánsson ('82)
9. Kristinn Bjarni Andrason ('33)
10. Jorge Garcia Dominguez
11. Jón Gísli Stefánsson ('76)
14. Atli Þór Sindrason
15. Sergio Francisco Oulu
16. Artur Jan Balicki
25. Mateo Climent Rodriguez

Varamenn:
7. Ingvi Rafn Ingvarsson ('33)
13. Sigurður Bjarni Aadnegard
17. Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson
18. Ágúst Friðjónsson ('82)
29. Anton Ingi Tryggvason ('76)
66. Stefán Freyr Jónsson
81. Anton Einar Mikaelsson ('82)

Liðsstjórn:
Aco Pandurevic (Þ)
Ingvar Magnússon
Theodór Unnar Ragnarsson
Arnar Þór Sæþórsson

Gul spjöld:
Atli Þór Sindrason ('90)
Mateo Climent Rodriguez ('90)

Rauð spjöld: