Greenwood nálgast Juventus - Gundogan orðaður við Galatasaray - Dortmund hefur ekki efni á Sancho - Mainoo fær væna launahækkun
Keflavík
3
1
ÍA
0-1 Hinrik Harðarson '4
Erik Tobias Sandberg '36
Sami Kamel '37 , víti 1-1
Sami Kamel '45 2-1
Valur Þór Hákonarson '81 3-1
Frans Elvarsson '86
16.05.2024  -  18:15
HS Orku völlurinn
Mjólkurbikar karla
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 170
Maður leiksins: Sami Kamel
Byrjunarlið:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
4. Nacho Heras
5. Stefán Jón Friðriksson
6. Sindri Snær Magnússon ('75)
7. Mamadou Diaw
10. Dagur Ingi Valsson ('65)
22. Ásgeir Páll Magnússon
23. Sami Kamel
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
26. Ásgeir Helgi Orrason

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
8. Ari Steinn Guðmundsson
17. Óliver Andri Einarsson
21. Aron Örn Hákonarson
25. Frans Elvarsson ('75)
50. Oleksii Kovtun
99. Valur Þór Hákonarson ('65)

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Þórólfur Þorsteinsson
Ernir Bjarnason
Guðmundur Árni Þórðarson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:
Mamadou Diaw ('63)
Stefán Jón Friðriksson ('78)
Nacho Heras ('94)

Rauð spjöld:
Frans Elvarsson ('86)
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
Skýrslan: RUPL rautt er bikardraumur Keflavíkur heldur áfram
Hvað réði úrslitum?
Það er erfitt að horfa fram hjá rauða spjaldinu sem Erik Tobias fékk að líta í fyrri hálfleik en komum að því á öðrum stað hér. Keflvíkingar þurftu þrátt fyrir allt að hafa fyrir hlutunum líka þó fleiri væru lengi á vellinum. Slakur varnarleikur ÍA kostaði þá í blálok fyrri hálfleiks er Keflavík komst í 2-1. Skagamenn voru þó jafnvel líklegri ef eitthvað er hluta úr seinni hálfleik en er þeir fóru að taka meiri áhættu fram völlinn var þeim að endingu refsað með 3-1 markinu og þar við sat. Það má þó alveg fabúlera um það hvernig leikurinn hefði þróast 11 gegn 11 og hvort úrslitin hefðu verið önnur.
Bestu leikmenn
1. Sami Kamel
Aftur gerir Sami Kamel tvö mörk og gerði mjög vel þegar hann sótti vítið sem öllu breytti í dag. Þarf að sýna þessar frammistöður í deild líka en ekki bara sýna sig í bikar.
2. Hinrik Harðarson
Hætti aldrei þrátt fyrir mótbyr, skoraði gott mark og hljóp úr sér lungu og lifur í leiknum. Fékk þó ekki úrslitin sem hann vildi fyrir það í dag.
Atvikið
Rauða spjaldið á Erik Tobias. Þessi þunga refsing víti, beint rautt er eitthvað sem maður sér ekkert það oft í boltanum í dag eftir reglubreytingar síðustu ára. Líklega metur dómarateymið atvikið þannig að Erik geri enga tilraun til þess að leika boltanum eftir að Sami Kamel kemst á milli. Útfrá reglum væri það réttur dómur en menn geta svo rifist um hvort hann hafi reynt að leika boltanum eða ekki í það minnsta voru skiptar skoðanir á vellinum hvort rautt væri réttmætt. Vítaspyrnan er algjörlega óumdeild þó.
Hvað þýða úrslitin?
Keflavík er áfram í Mjólkurbikarnum og verður í pottinum er dregið verður í 8 liða úrslit á meðan að vegferð Skagamanna verður ekki lengri í þetta sinn.
Vondur dagur
Pörupiltar dagsins eru þeir Erik Tobias og Frans Elvarsson. Kannski sérstalega vont fyrir Frans þann reynslumikla leikmann að falla í þessa gildru sem hann gerði. Er bara ekki í boði að fara með hendur í andlit andstæðinga sem þó kryddaði atvikið duglega.
Dómarinn - 6,5
Það er af nógu að taka í dómarahorninu í dag. Vítaspyrna og rautt spjald, möguleg vítaspyrna á Keflavík í síðari hálfleik og svo annað beint rautt spjald. Vítið á Erik var klárt og rauða spjaldið á Frans sennilega líka en eftir stendur hvort að Erik átti skilið rautt og möguleg vítaspyrna á Keflavík. Eins og sakir standa hef ég ekki forsendur til þess að draga þær ákvarðanir Péturs í efa og læt því vera að fella dóm þar um. Pétur hélt annars ágætlega um taumana í leiknum þrátt fyrir að kappið innan vallar væri mikið líkt og oft áður í leikjum þessara liða.
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
5. Arnleifur Hjörleifsson ('46)
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson
10. Steinar Þorsteinsson
11. Hinrik Harðarson
13. Erik Tobias Sandberg
17. Ingi Þór Sigurðsson ('70)
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
88. Arnór Smárason (f)

Varamenn:
31. Dino Hodzic (m)
7. Ármann Ingi Finnbogason
18. Guðfinnur Þór Leósson
19. Marko Vardic ('46)
20. Ísak Máni Guðjónsson
22. Árni Salvar Heimisson ('70)
23. Hilmar Elís Hilmarsson

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Teitur Pétursson
Dean Martin
Mario Majic
Þorsteinn Magnússon
Rúnar Már S Sigurjónsson

Gul spjöld:
Viktor Jónsson ('55)
Dean Martin ('79)
Oliver Stefánsson ('92)

Rauð spjöld:
Erik Tobias Sandberg ('36)