Greenwood nálgast Juventus - Gundogan orðaður við Galatasaray - Dortmund hefur ekki efni á Sancho - Mainoo fær væna launahækkun
   þri 14. maí 2024 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Andri Lucas og Sævar Atli í liði umferðarinnar í Danmörku
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Andri Lucas Guðjohnsen og Sævar Atli Magnússon eru samherjar hjá Lyngby í efstu deild í Danmörku.

Þeir áttu frábæran leik um helgina þegar þeir hjálpuðu Lyngby að bjarga sæti sínu í Superliga með góðum sigri á útivelli í Óðinsvé.

Andri og Sævar skoruðu mörk Lyngby í leiknum og sýndu frábæra frammistöðu sem varð til þess að þeir voru valdir í lið vikunnar í Danmörku.

Í liði vikunnar má einnig finna Mohamed Elyounoussi og Andreas Schjelderup, en Elyounoussi er fyrrum leikmaður Southampton á meðan Schjelderup leikur fyrir Nordsjælland á láni frá Benfica.

Kevin Diks, fyrrum leikmaður Fiorentina, er einnig í liði vikunnar ásamt Nathan Trott, varamarkverði West Ham sem er á láni hjá Vejle.


Athugasemdir
banner
banner