Greenwood nálgast Juventus - Gundogan orðaður við Galatasaray - Dortmund hefur ekki efni á Sancho - Mainoo fær væna launahækkun
   þri 14. maí 2024 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vonast til þess að verða seldur í sumar
Rennur út á samningi í lok árs og ætlar ekki að framlengja,.
Rennur út á samningi í lok árs og ætlar ekki að framlengja,.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Ég held að ég sé búinn að afreka það sem ég get afrekað með Silkeborg.
Ég held að ég sé búinn að afreka það sem ég get afrekað með Silkeborg.
Mynd: Arnór Sigurðsson
Í vetur var fjallað um það að Stefán Teitur Þórðarson hefði hafnað samningstilboði frá Silkeborg en samningur hans rennur út í lok árs.

Stefán var keyptur til félagsins frá ÍA eftir tímabilið 2020 á Íslandi. Hann hjálpaði liðinu að fara upp úr B-deildinni á fyrsta tímabili og vorið 2022 endaði liðið í 3. sæti Superliga. Í fyrra tók liðið þátt í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og í á dögunum varð liðið bikarmeistari.

Fótbolti.net ræddi við Stefán í gær og var hann spurður út í framtíðina.

„Ég mun ekki framlengja við Silkeborg og ég vona að ég muni skipta um lið í sumar," sagði Stefán.

„Ég myndi segja að kostur númer eitt væri að komast út fyrir Danmörku."

Belgíska félagið Kortrijk, þar sem Freyr Alexandersson er þjálfari, bauð í Stefán í lok janúar gluggans en Silkeborg hafnaði tilboðinu.

„Það kom tilboð sem Silkeborg sagði nei við. Ástæðan fyrir því var sú að við vorum komnir í undanúrslit í bikar og vorum að berjast um að komast í topp 6. Ég var lykilmaður í liðinu og félagið hefur selt rosalega mikið af leikmönnum upp á síðlkastið. Félaginu fannst þetta ekki vera tímapunkturinn til að selja mig og það var allt í góðu. Það reyndist vera rosalega góð ákvörðun bæði fyrir liðið og fyrir mig sjálfan."

Stefán var búinn að taka ákvörðun um að framlengja ekki áður en hann varð bikarmeistari með liðinu. Leið honum á þeim tímapunkti eins og hann væri búinn að afreka allt sem hann gæti hjá félaginu?

„Að ákveðnu leyti. En þegar við vorum komnir svona langt í bikarnum þá hugsaði ég að það yrði geðveikt að ná að skrifa sig inn í sögu félagsins og vinna bikarinn. Núna nokkrum dögum eftir bikarmeistaratitilinn þá er maður kannski byrjaður að hugsa hvað maður getur afrekað meira hér."

„Það er óraunhæft að ætlast til þess að fara vinna deildina með Silkeborg. Ég held því að ég sé búinn að afreka það sem er hægt með Silkeborg á tíma mínum hér,"
sagði Stefán.
Athugasemdir
banner