Greenwood nálgast Juventus - Gundogan orðaður við Galatasaray - Dortmund hefur ekki efni á Sancho - Mainoo fær væna launahækkun
Jón Þór: Vissum að við værum að koma í blóðugan bardaga
Skagamenn létu ekki umræðuna trufla sig - „Ákváðum að svara fyrir það"
Haddi: Sinni minni vinnu þangað til einhver segir mér að hætta því
Oumar Diouck: Viljum vinna eins marga leiki og hægt er
Siggi Höskulds: Dagur sem er litaður af mikilli sorg
Gummi Magg: Kyle tók hárblásarann
Gunnar Heiðar: Gaman þegar það gengur vel
Kjartan Henry: Mikil vonbrigði
Leiknir í nákvæmlega sömu stöðu og í fyrra „Vitum hvað þarf til að breyta henni"
Rúnar Kristins: Ef viljinn er til staðar þá er hægt að gera ýmislegt
Venni: Ég er ekki hræddur við neinn í þessari deild
Magnús Már: Viltu ekki að ég gefi þér hann á DVD eða?
Árni Guðna: Þurfum að spýta í lófana
Þreytandi dómgæsla í Austurríki - „Dæmt á allt sem við gerðum“
Diljá: Óheppni og kannski einhver ofhugsun en ég verð að klára þetta
Vildi fá sex mínútur í viðbót - „Þetta snerist um millimetra"
Ingibjörg: Vilt ekki hafa neina aðra í þessum augnablikum
Alltaf forréttindi að spila fyrir Ísland - „Ég tók eftir því á æfingum"
Fanney Inga: Frekar auðvelt að lesa í hana eftir að hafa séð klippur
Olla um færið sitt í blálokin: Ohhhh
   fim 14. desember 2023 13:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lublin, Póllandi
Kiddi Steindórs: Yrði allt annað að þurfa ekki að horfa á einn kleinuhring
,,Leikurinn full seint fyrir minn smekk"
Það er helst að ná í stig í kvöld, vinna leikinn og þá held ég að við getum slúttað þessu vel sáttir.
Það er helst að ná í stig í kvöld, vinna leikinn og þá held ég að við getum slúttað þessu vel sáttir.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Leikurinn hefst klukkan 21:00 að pólskum tíma.
Leikurinn hefst klukkan 21:00 að pólskum tíma.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Kristinn Steindórsson, leikmaður Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net á hóteli Breiðabliks í Lublin í dag. Í kvöld mætir Breiðablik liði Zorya Luhansk í lokaumferð riðlakeppninnar í Sambandsdeildinni.

Leikurinn hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma á Lublin Arena.

„Leikurinn leggst vel í mig, stemning, en kannski full seint fyrir minn smekk. Maður þarf að bíða aðeins of lengi, hefði viljað hafa hann aðeins fyrr, en ég held það séu allir klárir," sagði Kiddi. Leikurinn hefst klukkan 21:00 á pólskum tíma.

„Maður þarf að passa sig að borða ekki of mikið, það eru nokkrar máltíðir og maður þarf að stilla það af. Svo þarf líka að passa sig að vera ekki bara rúmliggjandi, það getur verið hættulegt að hvíla sig of mikið, maður þarf að halda sér á fótum og gera eitthvað aðeins til að kveikja á heilanum og löppunum; vera svolítið á hreyfingu svo maður sé klár."

„Það eru máltíðir á ákveðnum tíma og smá sveigjanleiki með það, mismunandi hvað menn vilja gera. Svo er yfirleitt allavega einn göngutúr og svo eitthvað valfrjálst. Þetta er ekkert of stíft sem er fínt, menn hafa svolítið frjálsar hendur."


Örugglega hærra stig en fólk gerir sér grein fyrir
Tímabilinu hjá Blikum lýkur í kvöld.

„Það eru blendnar tilfinningar. Það verður auðvtitað mjög gott að komast í frí og kannski hvíla sig á hvor öðrum hérna. En það er samt alltaf skrítið að slútta tímabilinu. Það er helst að ná í stig í kvöld, vinna leikinn og þá held ég að við getum slúttað þessu vel sáttir."

„Klárlega væri það allt önnur saga ef við náum í úrslit í kvöld - þegar litið verður til baka að þurfa ekki að horfa á einn kleinuhring (töluna núll) í riðlakeppninni. En það tekur svo sem ekkert frá árangrinum sem slíkum - að vera í þessari riðlakeppni - við erum komnir á hátt 'level' og örugglega hærra en fólk gerir sér grein fyrir. Það myndi klárlega breyta því hvernig horft verður á keppnina ef við náum í sigur - allavega einn punkt,"
sagði Kiddi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner