Greenwood nálgast Juventus - Gundogan orðaður við Galatasaray - Dortmund hefur ekki efni á Sancho - Mainoo fær væna launahækkun
Jón Þór: Vissum að við værum að koma í blóðugan bardaga
Skagamenn létu ekki umræðuna trufla sig - „Ákváðum að svara fyrir það"
Haddi: Sinni minni vinnu þangað til einhver segir mér að hætta því
Oumar Diouck: Viljum vinna eins marga leiki og hægt er
Siggi Höskulds: Dagur sem er litaður af mikilli sorg
Gummi Magg: Kyle tók hárblásarann
Gunnar Heiðar: Gaman þegar það gengur vel
Kjartan Henry: Mikil vonbrigði
Leiknir í nákvæmlega sömu stöðu og í fyrra „Vitum hvað þarf til að breyta henni"
Rúnar Kristins: Ef viljinn er til staðar þá er hægt að gera ýmislegt
Venni: Ég er ekki hræddur við neinn í þessari deild
Magnús Már: Viltu ekki að ég gefi þér hann á DVD eða?
Árni Guðna: Þurfum að spýta í lófana
Þreytandi dómgæsla í Austurríki - „Dæmt á allt sem við gerðum“
Diljá: Óheppni og kannski einhver ofhugsun en ég verð að klára þetta
Vildi fá sex mínútur í viðbót - „Þetta snerist um millimetra"
Ingibjörg: Vilt ekki hafa neina aðra í þessum augnablikum
Alltaf forréttindi að spila fyrir Ísland - „Ég tók eftir því á æfingum"
Fanney Inga: Frekar auðvelt að lesa í hana eftir að hafa séð klippur
Olla um færið sitt í blálokin: Ohhhh
   mið 15. maí 2024 22:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
'Hljóp af mér rassgatið í þessum leik'
'Hljóp af mér rassgatið í þessum leik'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rodri jafnaði eftir sendingu frá Bigga. Markið má sjá neðst í fréttinni.
Rodri jafnaði eftir sendingu frá Bigga. Markið má sjá neðst í fréttinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vissum hvað við þyrftum að gera, erum búnir að vera spila vel en úrslitin ekki fallið með okkur. Við vissum að við værum með gæðin í að klára þennan leik. Í seinni hálfleik skinu gæðin í gegn og við tókum þetta," sagði Birgir Baldvinsson, leikmaður KA, eftir sigur gegn Vestra í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Vestri leiddi í leikhléi eftir mark í uppbótartíma en KA sneri taflinu við í seinni.

Lestu um leikinn: KA 3 -  1 Vestri

„Við ætluðum að spila boltanum aðeins hraðar og vera óhræddir við að taka menn á. Það er það sem við gerðum, stóðum saman sem lið og það innsiglaði þennan sigur."

Biggi lagði upp jöfnunarmarkið með fyrirgjöf á Rodri. „Boltinn datt bara þægilega fyrir mig og ég setti hann í hættulegt svæði og auðvitað var Rodri mættur og setti hann bara í netið."

„Þetta er æðislegt, svolítið kærkomið. Núna er að byggja ofan á þetta, taka Fylki í næsta leik og þá fer boltinn að rúlla. Þá getum við virkilega sýnt gæðin sem eru í þessu liði og sýnt að við eigum heima miklu ofar í töflunni en við erum."

„Standið á mér er flott, hljóp af mér rassgatið í þessum leik. Við vorum í stífri þjálfun úti (í Bandaríkjunum). Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið frá Hadda (þjálfara). Það er svo gott að fá allar þessar mínútur í líkamann."


Birgir lék í vinstri vængbakverði framan af leik. „Mér finnst æðislegt að fá eiginlega allan kantinn fyrir mig, geta brunað upp og niður. Mér finnst það alveg geggjað," sagði Biggi.

Í viðtalinu fer Biggi yfir aukaspyrnumarkið hans Bjarna Aðalsteinssonar. Hann ræðir einnig um veruna sína í Bandaríkjunum en hann er þar að klára háskólanám.

Athugasemdir
banner
banner
banner