Greenwood nálgast Juventus - Gundogan orðaður við Galatasaray - Dortmund hefur ekki efni á Sancho - Mainoo fær væna launahækkun
   mið 15. maí 2024 15:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Guardian 
Sádarnir munu reyna við Alisson og Salah í sumar
Brasilíski markvörðurinn Alisson.
Brasilíski markvörðurinn Alisson.
Mynd: EPA
Félög í Sádi-Arabíu munu aftur reyna að lokka til sín stórstjörnur í sumar með því að bjóða þeim gull og græna skóga.

Guardian segir að markvörðurinn Alisson og sóknarmaðurinn Mohamed Salah, leikmenn Liverpool, séu báðir skotmörk Sádana.

Áform eru að stækka deildina enn frekar og auka samkeppni innan hennar með því að fá efnaða viðskiptamenn til að styrkja þau félög sem eru ekki styrkt af ríkinu.

Aðeins félög í ensku úrvalsdeildinni eyddu meiri pening í leikmannakaup í fyrrasumar en Sádi-arabíska deildin. Næstum 100 erlendir leikmenn komu inn í deildina.

Al-Ittihad gerði 150 milljóna punda tilboð í Salah í fyrra en því var hafnað af Liverpool. Sammningur brasilíska markvarðarins Alisson við Liverpool rennur út 2027.

Casemiro og Raphael Varane, leikmenn Manchester United, eru meðal annarra leikmanna í enska boltanum sem hafa verið orðaðir við Sádi-Arabíu síðustu daga.


Athugasemdir
banner
banner