Greenwood nálgast Juventus - Gundogan orðaður við Galatasaray - Dortmund hefur ekki efni á Sancho - Mainoo fær væna launahækkun
   mið 15. maí 2024 09:18
Elvar Geir Magnússon
Vilhjálmur prins fagnar afreki Aston Villa: Við erum Meistaradeildin!
Unai Emery hefur náð glæsilegum árangri.
Unai Emery hefur náð glæsilegum árangri.
Mynd: EPA
Vilhjálmur prins í heiðursstúkunni á Villa Park.
Vilhjálmur prins í heiðursstúkunni á Villa Park.
Mynd: Getty Images
Aston Villa hefur tryggt sér sæti í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn eftir að Tottenham tapaði gegn Manchester City í gær. Tottenham er fimm stigum á eftir Villa og bara lokaumferðin eftir.

Villa hefur ekki komist í stærstu Evrópukeppnina síðan nafninu var breytt frá Evrópubikarnum í Meistaradeildina 1991. Liðið spilaði síðast í Evrópubikarnum 1983 en félagið vann keppnina árið á undan.

Villa hafnaði í öðru og fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar 1993 og 1996 en þá var það bara efsta liðið sem komst í Meistaradeildina.

Fagnað á verðlaunahátíð
Leikmenn og starfsmenn Villa voru á árlegri verðlaunahátið á Villa Park í gær þar sem Meistaradeildarsætinu var fagnað. Félagið birti myndir á samfélagsmiðlum af stjóranum Unai Emery og leikmönnum fagna og sprauta kampavíni.

„Þetta er virkilega sérstakur dagur. Þetta er okkar draumur, við hófum þetta tímabil til að enda hér. Við höfum glímt við meiðsli en liðið hefur alltaf haldið einbeitingu. Að spila í Meistaradeildinni er það besta,“ segir Emery.

„Enginn bjóst við því að við næðum þess en við trúðum á okkur sjálfa og trúðum á drauma okkar. Þetta var erfitt en afrekið er magnað,“ skrifaði varnarmaðurinn Lucas Digne á Instagram.

Vilhjálmur prins, stuðningsmaður Aston Villa sem var á leiknum gegn Olympiakos um daginn, fagnaði einnig tíðindunum.

„Við erum Meistaradeildin! Sögulegt tímabil og ótrúlegt afrek. Þakkir til Unai, allra leikmanna og allra hjá Aston Villa. Get ekki beðið eftir næsta tímabili," skrifaði Vilhjálmur á X.

Magnaður Emery
Emery var ráðinn í október 2022 en þá var Villa þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið. Aðeins Manchester City, Liverpool og Arsenal hafa safnað fleiri stigum í ensku úrvalsdeildinni síðan Spánverjinn tók við.

Aston Villa verður sjötta liðið sem hann stýrir í Meistaradeildinni; á eftir Valencia, Spartak Moskvu, Sevilla, Paris St-Germain og Villarreal.





Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 38 28 7 3 96 34 +62 91
2 Arsenal 38 28 5 5 91 29 +62 89
3 Liverpool 38 24 10 4 86 41 +45 82
4 Aston Villa 38 20 8 10 76 61 +15 68
5 Tottenham 38 20 6 12 74 61 +13 66
6 Chelsea 38 18 9 11 77 63 +14 63
7 Newcastle 38 18 6 14 85 62 +23 60
8 Man Utd 38 18 6 14 57 58 -1 60
9 West Ham 38 14 10 14 60 74 -14 52
10 Crystal Palace 38 13 10 15 57 58 -1 49
11 Brighton 38 12 12 14 55 62 -7 48
12 Bournemouth 38 13 9 16 54 67 -13 48
13 Fulham 38 13 8 17 55 61 -6 47
14 Wolves 38 13 7 18 50 65 -15 46
15 Everton 38 13 9 16 40 51 -11 40
16 Brentford 38 10 9 19 56 65 -9 39
17 Nott. Forest 38 9 9 20 49 67 -18 32
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
Athugasemdir
banner
banner
banner