Greenwood nálgast Juventus - Gundogan orðaður við Galatasaray - Dortmund hefur ekki efni á Sancho - Mainoo fær væna launahækkun
   fim 16. maí 2024 09:20
Elvar Geir Magnússon
Ensk félög kjósa um hvort hætta eigi notkun VAR
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ensku úrvalsdeildarfélögin munu á ársfundi sínum í næsta mánuði kjósa um hvort það ætti að hætta notkun VAR frá og með næsta tímabilinu.

Það er Wolves sem lagði formlega fram ályktun sem gerir það að verkum að kosið verður um framtíð VAR þann 6. júní. Félagið segir að VAR hafi haft neikvæðar afleiðingar fyrir upplifun stuðningsmanna.

VAR var tekið upp 2019 í þeim tilgangi að hjálpa dómurum með stórar ákvarðanir. Ekki hefur verið mikil ánægja með notkunina á VAR í ensku úrvalsdeildinni og gríðarlegur fjöldi umdeildra ákvarðana á þessu tímabili.

Stjórn ensku úrvalsdeildarinnar segist meðvituð um áhyggjurnar en styðji tæknina og muni halda áfram að vinna með dómarayfirvöldum á að fínpússa VAR og gera bætingar. Stjórnin telur að það yrði ekki rétt skref að hætta með VAR.

Til að gera reglubreytingar í ensku úrvalsdeildinni þurfa 14 af 20 félögum að kjósa með breytingunni, 2/3 hluti. Þegar hafa ensku úrvalsdeildarfélögin kosið með innleiðingu á hálfsjálfvirkri rangstöðutækni á næsta tímabili.

Í síðasta mánuði varð Svíþjóð eina toppdeildin innan 30 efstu á lista UEFA til að hafna VAR.

Samkvæmt gögnum ensku úrvalsdeildarinnar hefur réttum ákvörðunum í leikjum fjölgað með innleiðingu VAR, úr 82% í 96%. Búist er við því að með hálfsjálfvirku rangstöðutækninni muni þessi tala hækka enn frekar. Margir stuðningsmenn eru ekki hrifnir af því hversu langan tíma hefur tekið að ná fram niðurstöðu í tæpum rangstöðuákvörðunum.
Hvernig fer KR - Valur á mánudagskvöld?
Athugasemdir
banner
banner