Greenwood nálgast Juventus - Gundogan orðaður við Galatasaray - Dortmund hefur ekki efni á Sancho - Mainoo fær væna launahækkun
   fim 16. maí 2024 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hann er kominn í fína vegalengd en það þarf meiri snerpu"
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingimar fékk heilahristing gegn KR.
Ingimar fékk heilahristing gegn KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, ræddi við Fótbolta.net eftir sigurinn gegn Vestra í Mjólkurbikarnum. KA kom til baka eftir að hafa lent undir í lok fyrri hálfleiks, liðið svaraði með þremur mörkum í seinni hálfleiknum.

Í lok viðtalsins var Haddi spurður út í varamannin Viðar Örn Kjartansson og leikmennina sem voru fjarverandi í gær.

Lestu um leikinn: KA 3 -  1 Vestri

Viðar lék síðasta hálftímann í gær og komst í nokkrar álitlegar stöður en samherjar hans náðu ekki að finna hann. Haddi var spurður út í frammistöðu Viðars.

„Hann var fínn, gerði sumt vel og annað þarf hann að gera betur." Talað hefur verið um leikformið á Viðari. Hann kom til KA fyrir mót en mínúturnar hafa ekki verið mjög margar, Haddi hefur sagt að það hafi vantað upp á formið. Eru það vonbrigði hversu lengi Viðar hefur verið að koma sér í form?

„Hann hefur verið að finna aðeins í hnénu, hann kom bara ekki í góðu formi og hann veit það sjálfur. Samtalið er þannig að hann þarf að komast í betra form. Staðan er núna þannig að hann er kominn í fína vegalengd en það þarf að fá meiri snerpu í hann. Við erum bara að vinna í því. Eins og ég hef sagt þá er ég ánægður ef hann vinnur vel í sínum málum. Fótboltaformið mun koma. Hann er með klókar sendingar, er klókur leikmaður. Þetta kemur hjá honum ef hann heldur áfram að æfa vel," sagði Haddi. Það sást á vellinum í gær að Viðar var teipaður á öðru hnénu.

Ingimar og Harley Willard gætu náð næsta leik
Þeir Ingimar Stöle og Harley Willard voru í stúkunni á meðan leik stóð. Eru þeir heilir heilsu?

„Þeir eru ekki heilir. Ingimar fékk höfuðhögg, sparkað í andlitið á honum í þarsíðasta leik og fékk smá heilahristing. Ég held að hann verði klár á mánudaginn. Harley fékk smá högg á rifbein, ég reikna með því að hann verði líka klár."

„Það er lengra í Jakob (Snæ Árnason). Hann er með brotinn hryggjalið og við vitum ekki nákvæmlega hversu langt er í hann. Við búumst ekki við honum á næstu tveimur vikum,"
sagði Haddi.

Næsti leikur KA er gífurlega mikilvægur deildarleikur gegn Fylki á heimavelli á mánudag. Liðin eru í neðstu tveimur sætum deildarinnar sem stendur, einu tvö liðin sem hafa ekki unnið leik í deildinni í upphafi móts.
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
Athugasemdir
banner
banner
banner