Greenwood nálgast Juventus - Gundogan orðaður við Galatasaray - Dortmund hefur ekki efni á Sancho - Mainoo fær væna launahækkun
Jón Þór: Vissum að við værum að koma í blóðugan bardaga
Skagamenn létu ekki umræðuna trufla sig - „Ákváðum að svara fyrir það"
Haddi: Sinni minni vinnu þangað til einhver segir mér að hætta því
Oumar Diouck: Viljum vinna eins marga leiki og hægt er
Siggi Höskulds: Dagur sem er litaður af mikilli sorg
Gummi Magg: Kyle tók hárblásarann
Gunnar Heiðar: Gaman þegar það gengur vel
Kjartan Henry: Mikil vonbrigði
Leiknir í nákvæmlega sömu stöðu og í fyrra „Vitum hvað þarf til að breyta henni"
Rúnar Kristins: Ef viljinn er til staðar þá er hægt að gera ýmislegt
Venni: Ég er ekki hræddur við neinn í þessari deild
Magnús Már: Viltu ekki að ég gefi þér hann á DVD eða?
Árni Guðna: Þurfum að spýta í lófana
Þreytandi dómgæsla í Austurríki - „Dæmt á allt sem við gerðum“
Diljá: Óheppni og kannski einhver ofhugsun en ég verð að klára þetta
Vildi fá sex mínútur í viðbót - „Þetta snerist um millimetra"
Ingibjörg: Vilt ekki hafa neina aðra í þessum augnablikum
Alltaf forréttindi að spila fyrir Ísland - „Ég tók eftir því á æfingum"
Fanney Inga: Frekar auðvelt að lesa í hana eftir að hafa séð klippur
Olla um færið sitt í blálokin: Ohhhh
   fim 16. maí 2024 22:51
Sölvi Haraldsson
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður virkilega vel. Við spiluðum mjög vel í dag og unnum geggjaðan sigur.“ sagði Óli Valur Ómarsson, maður leiksins, eftir sigur á KR í bikarnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  3 KR

Óli telur Stjörnuliðið hafa veirð betri aðilinn í dag og að mörkin gáfu þeim aukið sjálfstraust.

Mér fannst við miklu betri í fyrri hálfleik. Við bara héldum áfram að gera það sama í seinni hálfleik. Eina sem breyttist er að boltinn byrjaði að fara inn yfir línuna. Það gaf okkur meira sjálfstraust og við héldum áfram að skora.

Það er ekki langt síðan Stjarnan mætti KR í deildinni en þá tapaði Stjarnan 3-1. Óli telur að eini munurinn á þessum leikjum er að markaskorun Stjörnunnar var mikið betri í kvöld en þá.

Við ætluðum að keyra meira á þá núna en við gerðum á móti þeim seinast. Mér fannst við spila vel seinast á móti KR. Við áttum bara erfitt með að rúlla boltanum yfir línuna en það gekk sannarlega vel í dag.“

Óli er ekki með neinn óskamótherja fyrir 8-liða úrslitin.

Nei, bara hver sem er.

Næsti leikur Stjörnunnar er gegn Breiðablik.

Við komum inn í þann leik með sama hugarfar. Við ætlum að keyra á þá og vinna þá.“ sagði Óli Valur að lokum.

Viðtalið við Óla má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner