Greenwood nálgast Juventus - Gundogan orðaður við Galatasaray - Dortmund hefur ekki efni á Sancho - Mainoo fær væna launahækkun
   fim 16. maí 2024 11:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tekur líklega við liðinu eftir að Óskar vildi skipta honum út
Sancheev Manoharan.
Sancheev Manoharan.
Mynd: Haugesund
Óskar Hrafn hætti með Haugesund fyrir tæpri viku síðan.
Óskar Hrafn hætti með Haugesund fyrir tæpri viku síðan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson hætti með Haugesund í Noregi fyrir tæpri viku síðan en samkvæmt staðarmiðlinum Haugesund Avis þá færist félagið nær því að ráða annan þjálfara.

Þjálfarinn sem virðist vera að taka við starfinu er Sancheev Manoharan. Sá var aðstoðarþjálfari Óskars með liðið.

TV2 í Noregi sagði frá því þegar Óskar hætti að ákveðin valdabarátta innan félagsins hefði orsakað uppsögn hans en hann hefur sjálfur ekki viljað tjá sig eftir tíðindin. Óskar stýrði Haugesund aðeins í sjö keppnisleikjum.

Óskar hafi viljað fá sinn eigin aðstoðarþjálfara en félagið hafi ráðið Manoharan í það starf. Manoharan stýrði Haugesund til bráðabirgða á síðasta tímabili.

Það hafi verið mikill munur á hugmyndafræði Óskars og sýn hans á fótbolta miðað við þjálfarateymið. Það er sagt að hann hafi farið á fund hjá félaginu og beðið um það að Manoharan yrði skipt út eða þá að hann myndi sjálfur segja af sér. Þegar félagið hafi ekki gert það sem Óskar vildi, þá hafi hann ákveðið að segja af sér.

Núna virðist Manoharan vera að færast nær því að taka starfið að sér sem Óskar skildi eftir sig.

Haugesund er sem stendur í 13. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með sjö stig eftir sjö leiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner