Greenwood nálgast Juventus - Gundogan orðaður við Galatasaray - Dortmund hefur ekki efni á Sancho - Mainoo fær væna launahækkun
   sun 19. maí 2024 12:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hörður Unnsteins spáir í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar
Hörður Unnsteinsson.
Hörður Unnsteinsson.
Mynd: Davíð Eldur - Karfan.is
City verður meistari ef spáin rætist.
City verður meistari ef spáin rætist.
Mynd: Getty Images
Arsenal er tveimur stigum á eftir City fyrir lokaumferðina.
Arsenal er tveimur stigum á eftir City fyrir lokaumferðina.
Mynd: Getty Images
Klopp kveður.
Klopp kveður.
Mynd: Getty Images
Frá Kenilworth Road, heimavelli Luton.
Frá Kenilworth Road, heimavelli Luton.
Mynd: Getty Images
Hefði alveg verið til í hann hjá Liverpool.
Hefði alveg verið til í hann hjá Liverpool.
Mynd: EPA
Veislan á Englandi klárast um helgina; lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram í heild sinni í dag. Við fengum körfuboltasérfræðinginn Hörð Unnsteinsson til að spá í lokaleiki tímabilsins.

Allir leikirnir eru spilaðir klukkan 15:00 á sunnudaginn

Arsenal 2 - 0 Everton
Sem Liverpool stuðningsmaður þá hef ég verið í nákvæmlega sömu stöðu og Nallarar um land allt verða í á sunnudaginn. 2014, 2019 og 2022 vonaði maður að City myndi tapa stigum í lokaumferðinni en allt kom fyrir ekki. Arsenal klárar sitt en það verður ekki nóg.

Brentford 2 - 2 Newcastle
Newcastle á ennþá séns á 6 sætinu en ég á erfitt með að halda með þeim. Aðallega fyrir tilstilli hins athyglissjúka Jason Tindall aðstoðarmanns Eddie Howe. Gjörsamlega þoli hann ekki. Minn maður Frank nær í punkt.

Brighton 1 - 3 Man Utd
Frægðarsól hins skapheita De Zerbi hefur hríðlækkað síðustu misseri, og ég verð að viðurkenna að ég er ekkert stórkostlega hrifinn af þessum nýmóðins fótbolta. Gefðu mér þá frekar óheillandi Hollending sem vill bara einn langan upp á kanalinn. 1-3 United.

Burnley 2 - 4 Nottingham Forest
Burnley annað lið sem hefur fallið í valinn fyrir miðstéttarvæðingu (e. gentrification) fótboltans. Allir verða að spila eins - “þora að spila fótbolta” - eins og það að gefa boltann meðfram jörðinni á hættusvæðum sé einhvers konar dyggð i sjálfu sér. Ég held með Forest. Markaleikur eins og oft vill verða fyrir lið sem hafa ekkert upp á að spila.

Chelsea 5 - 1 Bournemouth
Chelsea eru í hörkuformi og bæta við fimmta sigrinum í röð á sunnudaginn. Enda tímabilið í 6. sæti sem eru á endanum vonbrigði eftir fjárútlát sumarins. Það verður ekki nóg til að bjarga starfi Pochettino og ráðning De Zerbi í sumar fullkomnar rán Chelsea mann á öllu Brighton tengdu.

Crystal Palace 3 - 1 Aston Villa
Knattspyrnuþjálfarar eru kannski ekki heitasta útflutningsvara Austurríkis en Glassner er að byrja sína dvöl á Englandi vel. Villa menn þunnir eftir CL fögnuð vikunnar. Taka annað gott skrall í London eftir leik.

Liverpool 2 - 0 Wolves
Tilfinningaþrungin stund á Merseyside um helgina. Klopp hefur verið í guðatölu á mínu heimili í tæp 9 ár og það verður sárt að sjá á eftir honum. Ég hygg hins vegar að hann sé að negla útgönguna á hárréttum tíma, það er ekki öllum gefið. Magnþrungið andrúmsloftið á Anfield fleytir Liverpool yfir línuna. VAR dæmir 4 mörk af Wolves.

Luton 3 - 3 Fulham
Klárlega leikur helgarinnar. Síðasti PL leikurinn á Kenilworth Road verður markaleikur og Luton þakka fyrir sig í bili með fjörugu jafntefli.

Man City 3 - 1 West Ham
City lenda undir og teasa aðeins Gunna Birgis og félaga. Þeir fara að trúa þangað til Haaland jafnar á 67 mínútu og þeir klára þetta þægilega í lokin. Hófstilltur fögnuður mun brjótast ut á Etihad sem mun endast fram eftir eftirmiðdegi.

Sheffield United 0 - 3 Tottenham
Öruggur sigur Ange og co sem tekur tímabundið gleði sína á ný. Skemmtilegur karakter sem er í vinnu hjá röngum klúbb. Hefði alveg verið til í hann hjá Liverpool.

Fyrri spámenn:
Bryndís Arna Níelsdóttir (8 réttir)
Starkaður Pétursson (8 réttir)
VIktor Jónsson (7 réttir)
Aron Elís Þrándarson (7 réttir)
Steven Lennon (6 réttir)
Rúnar Þór Sigurgeirsson (6 réttir)
Gunnar Ormslev (6 réttir)
Katla Tryggvadóttir (6 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (6 réttir)
Arnar Laufdal (6 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (6 réttir)
John Andrews (6 réttir)
Magnús Arnar Pétursson (5 réttir)
Karl Friðleifur (5 réttir)
Magnús Már Einarsson (5 réttir)
Arnar Daði (5 réttir)
Benedikt Bóas Hinriksson (5 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir
Fanney Inga Birkisdóttir (4 réttir)
Ægir Þór Steinarsson (4 réttir)
Sigurður Heiðar Höskuldsson (4 réttir)
Stefán Árni Pálsson (4 réttir)
Jón Kári Eldon (4 réttir)
Gunni Birgis (3 réttir)
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (3 réttir)
Nablinn (3 réttir)
Valur Gunnarsson (3 réttir)
Stefán Pálsson (3 réttir)
Viktor Unnar Illugason (3 réttir)
Gregg Ryder (3 réttir)
Tómas Steindórsson (3 réttir)
Emil Atlason (3 réttir)
Heiðar Austmann (2 réttir)
El Jóhann (2 réttir)
Davíð Snær Jóhannsson (2 réttir)
Benedikt Gunnar Óskarsson (1 réttur)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 38 28 7 3 96 34 +62 91
2 Arsenal 38 28 5 5 91 29 +62 89
3 Liverpool 38 24 10 4 86 41 +45 82
4 Aston Villa 38 20 8 10 76 61 +15 68
5 Tottenham 38 20 6 12 74 61 +13 66
6 Chelsea 38 18 9 11 77 63 +14 63
7 Newcastle 38 18 6 14 85 62 +23 60
8 Man Utd 38 18 6 14 57 58 -1 60
9 West Ham 38 14 10 14 60 74 -14 52
10 Crystal Palace 38 13 10 15 57 58 -1 49
11 Brighton 38 12 12 14 55 62 -7 48
12 Bournemouth 38 13 9 16 54 67 -13 48
13 Fulham 38 13 8 17 55 61 -6 47
14 Wolves 38 13 7 18 50 65 -15 46
15 Everton 38 13 9 16 40 51 -11 40
16 Brentford 38 10 9 19 56 65 -9 39
17 Nott. Forest 38 9 9 20 49 67 -18 32
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
Athugasemdir
banner
banner