Greenwood nálgast Juventus - Gundogan orðaður við Galatasaray - Dortmund hefur ekki efni á Sancho - Mainoo fær væna launahækkun
   fös 17. maí 2024 19:39
Brynjar Ingi Erluson
Kannast ekki við að hafa náð samkomulagi við Newcastle
Mynd: EPA
Enski landsliðsmarkvörðurinn Aaron Ramsdale segist ekki kannast við þær fréttir að hann hafi náð samkomulagi um að ganga í raðir Newcastle eftir tímabilið.

Samkvæmt frétt Telegraph hefur Newcastle verið í viðræðum við Arsenal um kaup á Ramsdale.

Talið var að Newcastle væri nálægt því að ná 15 milljóna punda samkomulagi um markvörðinn og aðeins formsatriði að hann myndi ganga í raðir félagsins.

Ramsdale, sem hefur þurft að sitja mikið á bekknum hjá Arsenal á þessu tímabili, kannast ekkert við þessar fréttir.

„Þetta eru fréttir fyrir mér,“ sagði Ramsdale á X.

David Raya kom til Arsenal á láni frá Brentford á síðasta ári en hann hefur verið fastamaður í markinu. Arsenal hefur þegar náð samkomulagi um að kaupa Raya í sumar og því ljóst að Ramsdale þarf að fara annað ef hann vill fá meiri spiltíma.


Athugasemdir
banner
banner
banner