Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   fös 05. apríl 2019 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Pétur Theodór Árnason (Grótta)
Pétur Theodór Árnason.
Pétur Theodór Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Í dag er að komið að Pétri Theodóri Árnasyni leikmanni Gróttu að sýna á sér hina hliðina.

Pétur hefur leikið með Gróttu frá árinu 2011 auk þessm sem hann hefur leikið með Kríu í 4. deildinni inni á milli.


Fullt nafn: Pétur Theodór Árnason

Gælunafn:  Sigurvin og Halldór Kristján kalla mig Pésa Tedda þessa dagana, það er að slá í gegn.

Aldur:24 ára ´95

Hjúskaparstaða:Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki:  Minnir að það hafi verið 2011 á móti ÍA í 1. deild.

Uppáhalds drykkur: Ölgerðin hefði náttúrulega átt að kaupa nafnaréttinn af 1.deildinni og skýra hana Pepsi Max deildina. Pepsi deildin og svo Pepsi Max deildin. Er mikill Pepsi Max maður.

Uppáhalds matsölustaður: Hef verið duglegur að styrkja Lamb Street Food út á Granda, er ennþá að bíða eftir afsláttarkorti frá þeim.

Hvernig bíl áttu:  Á engan bíl. Fáum ekki krónu hérna.
Það er bara svoleiðis

Uppáhalds sjónvarpsþáttur:  Flest allt sem kemur á Netflix, annars er Game of Thrones þættirnir
“good shit” eins og Júlí Karls segir alltaf við mig.

Uppáhalds tónlistarmaður: Ingó veðurguð tróð upp á Vivaldivellinum á lokahófinu síðasta sumar, djöfull var hann góður.

Uppáhalds samskiptamiðill: Er mikið á Snapchat, Instagram og Facebook.

Fyndnasti Íslendingurinn: Hef mjög gaman af Hjörvari Hafliða, hann ætti alltaf að vera í Fm95Blö. En í klefanum þá hlæ ég mest af Arnari Þór.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Misjafnt, fæ mér líklega oftast jarðaber, daim og þrist eins þreytt og það er.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst:  “gaur, þetta var alltof good shit kvöld”
Júlí Karls

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með:  Myndi líklega ekki nenna að keyra alltaf uppí Mosó í umferðinni þó svo ég og Alli Richter séum miklir mátar.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Ég og Grétar Sigfinnur höfum tekið ófáar Crossfit æfingarnar saman út á CFGranda. Maðurinn er í geggjuðu standi. Held alveg pottþétt að ég hafi náð að keppa einu sinni á móti honum í Þrótti 2017.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Óskar Hrafn Þorvaldsson

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt:  Muhammad markmaður Vestra talar ekkert eðlilega mikið. Annars toppmaður.

Sætasti sigurinn: Svona fyrsti sigurinn sem mér datt í hug er Foursome golfsigurinn okkar Kristó Orra á móti Bjarna og Arnari Þór síðasta mánudag. Vorum alltof góðir. Svo er alltaf gaman að vinna Gussa og Gabba á æfingum, þeir eru svo tapsárir báðir tveir.

Mestu vonbrigðin: Það var frekar þreytt þegar ég sleit krossband í annað skipti á sama fæti .Þetta var fyrsti leikurinn minn eftir aðgerð, ég átti að koma inná í einhverjar 20 min í lokin. Var held ég búinn að vera inná í 3 mín þegar ég sneri hnéð í fyrstu stefnubreytingunni. Mikil vonbrigði.

Uppáhalds lið í enska: Manchester United eða stærsta félag í heimi eins og Venni er duglegur að segja.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Væri til í Jóa Hilmars úr Kríu. Hraði og gæði, svo er hann einn sá besti í klefanum.

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Hvernig sem það verður gert þá væri ég til í að lengja mótið aðeins. Þetta undirbúningstímabil er bara alltof langt og þreytt. Annars bara spjalla við Sigga Helga og rifja upp gamlar stundir.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Hákon Rafn Valdimarsson og Orri Steinn Óskarsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Kristófer Orri Pétursson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Það er spurning

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Þetta er svo þreytt spurning annars er ég mikill Ronaldo maður.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Óliver Thorlacius og Gunnar Jónas eru rosalegir.

Uppáhalds staður á Íslandi: Get ekki beðið eftir að fara til Ólafsvíkur 5. maí. Fallegt vallarstæði.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Gerði skalla þrennu í vetur, helvíti skemmtilegt.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Bursta tennurnar, var alltaf að minna Dóra á að bursta úti á Montecastillo.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Erum nokkrir dottnir á kaf í Formúluna. Dóri er mikill Haas maður en það er bara eins og það er. Annars fylgist ég vel með Crossfit, handbolta, golfi og elti Lebron hvert sem hann fer.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Er í rauðum Nike eins og er. Þeir eru good shit

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Fann mig aldrei í saumum. Var einfaldlega bara lélegur.

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Tell me, This is my life og Hatrið mun sigra er vinsælt í klefanum.

Vandræðalegasta augnablik: Pass

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Van Dijk, Mane og Salah og halda þeim á eyjunni út tímabilið.
Myndi svo nýta tímann og reyna plata Van Dijk á Old Trafford.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Þrátt fyrir nokkrar pásur inn á milli, 2 slitin krossbönd, þá komst ég að því í pub quizi í vikunni að ég er leikjahæsti leikmaður Gróttu af núverandi leikmannahóp. Skemmtilegt. Svo er ég með 1500 dubs í Fortnite.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner