Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   sun 05. maí 2024 12:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarliðin í enska: Meiðsli hjá Villa og Phillips ekki í hóp
Meiddur.
Meiddur.
Mynd: Getty Images
Silva kemur inn í lið Chelsea.
Silva kemur inn í lið Chelsea.
Mynd: EPA
Ekki með í dag.
Ekki með í dag.
Mynd: Getty Images
Klukkan 13:00 hefjast tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni. Brighton tekur á móti Aston Villa og Chelsea fær West Ham í heimsókn í Lundúnaslag.

Brighton getur komist upp um tvö sæti með sigri en Aston Villa mun að öllum líkindum enda í 4. sæti deildarinnar. Chelsea getur jafnað Manchester United að stigum með sigri en ef West Ham vinnur fer liðið upp fyrir Chelsea.

Roberto De Zerbi, stjóri Brighton gerir þrjár breytingar frá tapinu gegn Bournemouth um síðustu helgi. Danny Welbeck, Joel Veltman og Adam Webster koma inn.

Unai Emery, stjóri Villa, gerir þrjár breytingar frá jafnteflinu gegn Chelsea um síðustu helgi. Robin Olsen kemur í markið og þeir Diego Carlos og Moussa Diaby koma einnig inn. Youri Tielelans og Emi Martínez eru meiddir og Matty Cash tekur sér sæti á bekknum.

Byrjunarlið Brighton: Verbruggen; Veltman, Igor, Dunk; Gross, Pedro, Gilmour, Webster; Buonanotte, Welbeck, Adingra.
(Varamenn: Steele, Baleba, Barco, Enciso, Fati, Moder, Offiah, O´Mahony, Peupion)

Byrjunarlið Aston Villa: Olsen; Konsa, Carlos, Torres, Digne; Bailey, Luiz, McGinn, Rogers; Diaby, Watkins.
(Varamenn: Gauci, Cash, Chambers, Duran, Iroegbunam, Kellyman, Kesler Hayden, Lenglet, Moreno)



Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, gerir eina breytingu frá sigrinum gegn Tottenham í miðri viku. Thiago Silva kemur inn fyrir Alfie Gilchrist sem tekur sér sæti á bekknum.

David Moyes, stjóri West Ham, gerir engar breytingar á byrjunarliðinu frá jafnteflinu við Liverpool um síðustu helgi. Kalvin Phillips var í hópnum gegn Liverpool en er ekki með í dag.

Byrjunarlið Chelsea: Petrovic; Chalobah, Silva, Badiashile, Cucurella; Caicedo, Gallagher; Madueke, Palmer, Mudryk; Jackson.
(Varamenn: Bettinelli, Casadei, Colwill, Washington, Disasi, Gilchrist, Gusto, Nkunku, Sterling)

Byrjunarlið West Ham: Areola; Coufal, Zouma, Ogbonna, Emerson; Soucek, Alvarez; Bowen, Paqueta, Kudus; Antonio.
(Varamenn: Fabianski, Casey, Cornet, Cresswell, Earthy, Ings, Johnson, Mubama, Ward-Prowse)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 37 27 7 3 93 33 +60 88
2 Arsenal 37 27 5 5 89 28 +61 86
3 Liverpool 37 23 10 4 84 41 +43 79
4 Aston Villa 37 20 8 9 76 56 +20 68
5 Tottenham 37 19 6 12 71 61 +10 63
6 Chelsea 37 17 9 11 75 62 +13 60
7 Newcastle 37 17 6 14 81 60 +21 57
8 Man Utd 37 17 6 14 55 58 -3 57
9 West Ham 37 14 10 13 59 71 -12 52
10 Brighton 37 12 12 13 55 60 -5 48
11 Bournemouth 37 13 9 15 53 65 -12 48
12 Crystal Palace 37 12 10 15 52 58 -6 46
13 Wolves 37 13 7 17 50 63 -13 46
14 Fulham 37 12 8 17 51 59 -8 44
15 Everton 37 13 9 15 39 49 -10 40
16 Brentford 37 10 9 18 54 61 -7 39
17 Nott. Forest 37 8 9 20 47 66 -19 29
18 Luton 37 6 8 23 50 81 -31 26
19 Burnley 37 5 9 23 40 76 -36 24
20 Sheffield Utd 37 3 7 27 35 101 -66 16
Athugasemdir
banner
banner