Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   fös 27. október 2023 12:00
Hafliði Breiðfjörð
Þórir Guðjóns: Þetta voru kaldar kveðjur
Þórir fagnar marki í leik með Fram í sumar.
Þórir fagnar marki í leik með Fram í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta voru kaldar kveðjur," sagði Þórir Guðjónsson við Fótbolta.net í dag en Framarar tilkynntu á miðvikudagskvöldið að hann væri hættur hjá uppeldisfélaginu sínu.

Fyrr um daginn hafði Fram ráðið Rúnar Kristinsson sem nýjan þjálfara liðsins. Þórir varð samningslaus hjá Fram núna í haust og nú er ljóst að hann er hættur.

„Þetta gerðist svolítið snöggt, ég bjóst við að fá að koma á æfingar og taka spjallið við Rúnar," sagði Þórir við Fótbolta.net í dag.

„Ég var búinn að ræða við stjórnina um hvað ég væri að hugsa og ég sagðist vera tilbúinn að vera áfram. Þeir tóku vel í það en ég sagði að það yrði að vera á forsendum þjálfarans. Þegar Rúnar var ráðinn fékk ég símtal frá stjórninni að það væri ekki áhugi á að framlengja samninginn," bætti hann við.

Þórir sem er 32 ára gamall er uppalinn hjá Fram en hefur þó einnig spilað með Val, Breiðabliki, Fjölni og Leikni hér á landi. Hann spilaði 18 leiki með Fram í Bestu-deildinni í sumar og skoraði eitt mark.

Hann gekk síðast í raðir Fram frá Breiðabliki fyrir tímabilið 2020 og var oftast framherji þó hann hafi fengið að spreyta sig sem miðvörður hjá liðinu.

Þórir ætlar sér að halda áfram að spila fótbolta og er tilbúinn að stökkva til þegar honum býðst næsta tækifæri á ferlinum.

„Ég er ekki búinn að missa neistann, mér finnst ennþá gaman í fótbolta það er alveg klárt," sagði hann. „Það er spurning hvort mér bjóðist eitthvað skemmtilegt og áhugavert á næstunni en ég tek þessu rólega eins og er."

   25.10.23 11:54<
Rúnar Kristins nýr þjálfari Fram (Staðfest)

Athugasemdir
banner
banner
banner