Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
   mán 06. september 2021 11:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak Óli um gamla þjálfarann - „Þessi svokallaði 'terror coach'"
Icelandair
Ísak Óli Ólafsson á æfingu Íslands i dag.
Ísak Óli Ólafsson á æfingu Íslands i dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Peter Hyballa.
Peter Hyballa.
Mynd: EPA
U21 árs landsliðið hóf leik í undankeppni fyrir EM2023 í síðustu viku. Sigur vannst gegn Hvíta-Rússlandi ytra í fyrsta leik og á morgun á liðið leik gegn Grikklandi.

Liðið æfði í dag í Árbænum og gafst fjölmiðlum tækifæri til þess að ræða við leikmenn liðsins. Ísak Óli Ólafsson, leikmaður Esbjerg, var einn þeirra.

„Það er bara geggjað, alltaf gaman að hitta strákana og góð stemning í nýjum hópi. Þetta var 'tricky' verkefni í fyrsta leik en mjög góð byrjun á erfiðum útivelli, kláruðum verkefnið vel. Það er mjög mikilvægt upp á framhaldið að byrja á sigri, sjáum hversu góður hópurinn er," sagði Ísak Óli.

Hákon Arnar Haraldsson skoraði bæði mörk íslenska liðsins. „Mjög góð innkoma, frábær leikmaður og gaman að við séum að fá annan svona ungan leikmann upp. Ég efast ekki um að þessi strákur nær langt."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan

Ísak Óli var í seinni hluta viðtalsins spurður út í Esbjerg og hans stöðu þar. Peter Hyballa tók við sem þjálfari liðsins eftir síðasta tímabil, leikmenn voru mjög ósáttir við hann og sögðu hann mikinn harðstjóra. Þeir sendu frá sér sláandi bréf þar sem kvartað var undan refsingum hans, nektarmyndum, hótunum og níði. Peter var svo rekinn 11. ágúst. og Roland Vrabec er nú þjálfari liðsins.

„Fyrstu mánuðurnir hafa verið svolítið strembnir en staðan mín er allt í lagi. Ég meiðist eftir fyrstu tvo leikina, þegar það var annar þjálfari sem var svona þessi svokallaði 'terror coach'. Svo kemur nýr þjálfari og staðan mín er svolítið skrítin en gott að koma hingað, koma sér í leikform og vonandi er staðan mín góð þegar ég kem aftur til Esbjerg."

Er andrúmsloftið mikið breytt eftir að það kom nýr þjálfari?

„Já, en það er samt mikið að vinna. Það var svolítið brotinn hópurinn eins og allir vita eftir þetta dæmi með hinn þjálfarann. Við erum ekki komnir í góðri stöðu en það er aðeins betra andrúmslofti."

Lentir þú í einhverju persónulega frá þjálfaranum?

„Nei, en auðvitað lendi ég persónulega í því að sjá liðsfélaga mína í erfiðri stöðu en ég persónulega slapp. Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé eitthvað svona en maður hefur talað við aðra sem hafa lent í þessu. Þetta er eitthvað sem maður getur bara lent í í fótboltanum."

Ertu bjartsýnn á framhaldið, að komast inn í liðið hjá Esbjerg?

„Já, ég er það og auðvitað þarf maður að vera það. Maður þarf að leggja hart að sér, koma sér inn í liðið. Við erum á botninum á 1. deildinni, það er ekki boðlegt fyrir Esbjerg."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner