Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   fös 03. maí 2024 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Adam ætlar að sitja út samninginn sinn - Nokkrum tilboðum neitað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson ætlar samkvæmt heimildum Fótbolta.net að sitja út samninginn sinn hjá Gautaborg.

Samningur hans rennur út eftir tímabilið í Svíþjóð og hefur hann neitað að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Adam er sem stendur varamarkvörður Gautaborgar og hefur ekki fengið kallið í liðið þrátt fyrir mikið meiðslavesen. Hann á alls að baki tólf keppnisleiki með Gautaborg.

Gautaborg hefur neitað nokkrum tilboðum í Adam. Á meðal félaga sem hafa reynt við Adam er danska félagið AB sem Ágúst Eðvald Hlynsson spilar með.

Adam er 21 árs og hefur verið hjá Gautaborg síðan 2019. Hann er uppalinn hjá FH og HK en hélt til Svíþjóðar árið 2019. Hann á að baki tíu leiki fyrir yngri landsliðin og þar af eru sex fyrir U21.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner