Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   fös 03. maí 2024 13:45
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Liverpool Echo 
Algjörlega bilaður heimavöllur kvennaliðs Liverpool
Totally Wicket leikvangurinn í St. Helens.
Totally Wicket leikvangurinn í St. Helens.
Mynd: Wikipedia
Liverpool hefur tekið ákvörðun um að flytja heimavöll kvennaliðs félagsins frá heimavelli Tranmere í Birkinhead.

Þess í stað mun liðið nú flytja alfarið á Totally Wicket (Algjörlega bilaður) völlinn í St. Helen's sem er smábær í útjaðri borgarinnar.

Liverpool gerir tíu ára samning við rugby liðið St. Helens um að leigja aðgang að vellinum en félagið íhugaði ýmsa kosti áður en komist var að þessari niðurstöðu.

Völlurinn tekur 18 þúsund manns í sæti og var opnaður árið 2012. Liverpool tekur á sig að skipta um undirlag á vellinum og setja það nýjasta og besta sem er notað í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta verður í fyrsta sinn sem kvennaliðið mun eiga eigin klefa á heimavelli sínum en merki Liverpool verður áberandi á leikvangnum á leikdögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner