Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   fös 03. maí 2024 20:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Andrea Marý flutt með sjúkrabíl eftir að hafa fengið hjartsláttartruflanir
Andrea Marý Sigurjónsdóttir (t.h.)
Andrea Marý Sigurjónsdóttir (t.h.)
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Það kom upp óhugnalegt atvik í leik Breiðabliks og FH í Bestu deild kvenna í kvöld þegar Andrea Marý Sigurjónsdóttir leikmaður FH hneig niður.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 FH

Leiknum var við það að ljúka en Blikar unnu leikinn með þremur mörkum gegn engu.

Andrea kom inn á sem varamaður þegar um stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Í uppbótatíma hneig hún niður og menn voru fljótir að bregðast við.

Hún var með hjartsláttartruflanir og hringt var á sjúkrabíl í snatri.

Viðtal við Guðna Eiríksson þjálfara FH birtist hér á Fótbolta.net innan skamms.

Athugasemdir
banner
banner
banner