Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   fös 03. maí 2024 19:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deild kvenna: Breiðablik á toppinn - Fyrsti sigur Tindastóls
Vigdís Lilja
Vigdís Lilja
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Breiðablik lagði FH af velli á Kópavogsvelli í kvöld og Tindastóll gerði sér góða ferð í Garðabæinn.


Breiðablik gat jafnað Val að stigum á toppnum með sigri í kvöld. Birta Georgsdóttir kom Blikum yfir þegar boltinn datt fyrir hana inn á teignum og Aldís Guðlaugsdóttir markvörður FH fór í algjört skógarhlaup og Birta skoraði á autt markið.

Vigdís Lilja Kristjánsdóttir innsiglaði sigur liðsins með laglegum mörkum.

Fyrst skoraði hún með laglegu skoti eftir frábæran undirbúning. Það síðara var hún þá fljót að hugsa. Fékk boltann inn á teignum, snéri með hann og lét vaða og boltinn í netinu. Hún er því komin með fimm mörk í fyrstu þremur leikjunum.

Jordyn Rhodes var hetja Tindastóls þegar liðið vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Hún kom Tindastól yfir um miðjan fyrri hálfleikinn og innsiglaði sigurinn síðan í uppbótatíma.

Breiðablik 3 - 0 FH
1-0 Birta Georgsdóttir ('35 )
2-0 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('60 )
3-0 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('87 )
Lestu um leikinn

Stjarnan 0 - 2 Tindastóll
0-1 Jordyn Rhodes ('21 )
0-2 Jordyn Rhodes ('92 )
Lestu um leikinn


Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 5 5 0 0 16 - 1 +15 15
2.    Valur 5 5 0 0 17 - 6 +11 15
3.    Þór/KA 5 4 0 1 13 - 5 +8 12
4.    Víkingur R. 5 2 1 2 8 - 12 -4 7
5.    Tindastóll 5 2 0 3 6 - 7 -1 6
6.    Stjarnan 5 2 0 3 9 - 14 -5 6
7.    FH 5 2 0 3 5 - 11 -6 6
8.    Fylkir 5 1 2 2 7 - 10 -3 5
9.    Þróttur R. 5 0 1 4 3 - 7 -4 1
10.    Keflavík 5 0 0 5 5 - 16 -11 0
Athugasemdir
banner
banner
banner