Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   fös 03. maí 2024 12:00
Elvar Geir Magnússon
Foden og félagar til í slaginn - Haaland klár í að byrja
Phil Foden var ekki með í síðasta leik vegna veikinda en er klár í slaginn.
Phil Foden var ekki með í síðasta leik vegna veikinda en er klár í slaginn.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Phil Foden miðjumaður Manchester City var ekki með í leiknum gegn Nottingham Forest síðasta sunnudag vegna veikinda.

Á fréttamannafundi City í dag greindi Pep Guardiola frá því að Foden, miðvörðurinn Rúben Dias og markvörðurinn Ederson gætu allir tekið þátt á morgun þegar City mætir Wolves.

Þá segir Guardiola að markahrókurinn Erling Haaland, sem byrjaði á bekknum gegn Forest, sé klár í að byrja.

City er með örlögin í sínum höndum í baráttunni um enska meistaratitilinn, liðið er einu stigi á eftir Arsenal sem er á toppnum og eiga þeir ljósbláu leik til góða.

Tilkynnt var í morgun að Phil Foden hafi verið valinn leikmaður tímabilsins af enskum blaðamönnum.

„Ég óska blaðamönnunum og honum sjálfum til hamingju. Hann hefur átt virkilega gott tímabil. Áhrifin sem hann hefur haft á síðasta þriðjungi eru mjög góð, vinnusemin líka. Hann er sífellt að verða þroskaðri leikmaður og skilur leikinn betur. Hann er enn ungur og getur haldið áfram að bæta sig," segir Guardiola.

Spænski stjórinn tjáði sig einnig um titilbaráttuna sem framundan er.

„Við þurfum að ná í öll tólf stigin sem eru í boði, annars verður þetta erfitt því Arsenal er með svo sterkt lið. Við erum með þetta í okkar höndum. Ég væri til í að geta sagt að það sem við höfum afrekað í fortíðinni muni endurtaka sig en enginn veit hvernig þetta mun enda."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 37 27 7 3 93 33 +60 88
2 Arsenal 37 27 5 5 89 28 +61 86
3 Liverpool 37 23 10 4 84 41 +43 79
4 Aston Villa 37 20 8 9 76 56 +20 68
5 Tottenham 37 19 6 12 71 61 +10 63
6 Chelsea 37 17 9 11 75 62 +13 60
7 Newcastle 37 17 6 14 81 60 +21 57
8 Man Utd 37 17 6 14 55 58 -3 57
9 West Ham 37 14 10 13 59 71 -12 52
10 Brighton 37 12 12 13 55 60 -5 48
11 Bournemouth 37 13 9 15 53 65 -12 48
12 Crystal Palace 37 12 10 15 52 58 -6 46
13 Wolves 37 13 7 17 50 63 -13 46
14 Fulham 37 12 8 17 51 59 -8 44
15 Everton 37 13 9 15 39 49 -10 40
16 Brentford 37 10 9 18 54 61 -7 39
17 Nott. Forest 37 8 9 20 47 66 -19 29
18 Luton 37 6 8 23 50 81 -31 26
19 Burnley 37 5 9 23 40 76 -36 24
20 Sheffield Utd 37 3 7 27 35 101 -66 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner