Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   fös 03. maí 2024 10:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Keflavík fékk tvo leikmenn eftir að glugginn lokaði (Staðfest)
Marki fagnað í gær.
Marki fagnað í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík fékk leikheimild fyrir tvo erlenda leikmenn eftir að félagaskiptaglugginn lokaði. Það eru þær Oliwia Marta Sieminska og Regina Solhaug Fiabema.

Oliwia fær félagaskipti frá Póllandi, hún er fædd árið 1998. „Oliwia hefur æft með okkur í einhvern tíma og býr í Keflavík. Við vildum bara fá félagskiptin í gegn og taka síðan stöðuna," sagði Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, við Fótbolta.net eftir leikinn gegn Fylki í gær.

Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  2 Keflavík

Regina var ekki komin með leikheimild gegn Fylki en gæti spilað næsta leik. Hún er 25 ára varnarmaður og hefur verið á mála hjá IF Flöya í Noregi.

„Regina er leikmaður sem við höfum verið að fylgjast með lengi og vonandi mun það ganga upp," sagði Glenn.

Keflavík endurheimti á dögunum Caroline Slambrouck en hún hafði lagt skóna á hilluna eftir síðasta tímabil. Hún sneri aftur gegn Fylki og skoraði annað af mörkum Keflavíkur.

„Ég talaði við hana á dögunum og ég er mjög glaður að hafa hana. Hún er leikmaður með mikla reynslu og mun hjálpa okkur í sumar. Það var aldrei spurning að fá hana inn þegar það var í boði," sagði þjálfarinn.

Keflavík er án stiga eftir fyrstu þrjá leikina. Næsti leikur liðsins er gegn Val á miðvikudag.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 5 5 0 0 16 - 1 +15 15
2.    Valur 5 5 0 0 17 - 6 +11 15
3.    Þór/KA 5 4 0 1 13 - 5 +8 12
4.    Víkingur R. 5 2 1 2 8 - 12 -4 7
5.    Tindastóll 5 2 0 3 6 - 7 -1 6
6.    Stjarnan 5 2 0 3 9 - 14 -5 6
7.    FH 5 2 0 3 5 - 11 -6 6
8.    Fylkir 5 1 2 2 7 - 10 -3 5
9.    Þróttur R. 5 0 1 4 3 - 7 -4 1
10.    Keflavík 5 0 0 5 5 - 16 -11 0
Athugasemdir
banner
banner