Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   fös 03. maí 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd leiðir baráttuna um Olise
Mynd: Getty Images
Manchester United er í bílstjórasætinu um enska vængmanninn Michael Olise, sem er á mála hjá Crystal Palace, en þetta kemur fram í grein ESPN.

Sir Jim Ratcliffe, nýr hluteigandi í Manchester United, ætlar að hreinsa til hjá United í sumar og hefja endurbyggingu, en Olise er sagður með efstu mönnum á lista fyrir sumargluggann.

Olise, sem er 22 ára gamall, hefur skorað 7 mörk í 16 deildarleikjum fyrir Palace á þessu tímabili, en hefur misst mikið úr vegna meiðsla aftan í læri.

ESPN fullyrðir að Man Utd sé í bílstjórasætinu um Olise, sem hefur einnig verið orðaður við Arsenal og Liverpool

Leikmaðurinn mun ekki kosta hálfan handlegg en talið er að hann sé fáanlegur fyrir um 60 milljónir punda.

Chelsea er einnig sagt í baráttunni um hann en félagið var nálægt því að kaupa hann fyrir 35 milljónir punda á síðasta ári, en ekkert varð af skiptunum eftir að Palace hótaði að fara með málið fyrir dómstóla þar sem það taldi Chelsea hafa beitt óheiðarlegum aðferðum til að fá Olise.
Athugasemdir
banner
banner
banner