Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   fös 03. maí 2024 14:50
Innkastið
„Þá er ekki fræðilegur möguleiki á að hann spili hér á næsta tímabili"
Logi Hrafn lék sinn fyrsta leik með FH árið 2019, þá 15 ára gamall.
Logi Hrafn lék sinn fyrsta leik með FH árið 2019, þá 15 ára gamall.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kominn með eitt mark í sumar.
Kominn með eitt mark í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Hrafn Róbertsson hefur farið vel af stað í Íslandsmótinu og var hann valinn maður leiksins þegar FH lagði ÍA í síðustu umferð. Logi skoraði sigurmark leiksins með föstu skoti fyrir utan teig. Logi er réttfættur en skotið var með vinstri fæti.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 FH

Hann spilar oftast sem djúpur miðjumaður í liði FH en með U21 landsliðinu hefur hann meira spilað sem miðvörður. Samningur hans við FH rennur út í lok árs.

„Fyrir utan það að hann skoraði þetta glæsilega sigurmark sem skilur liðin að þá fannst mér hann bara eiga fantagóðan leik. Var mjög líflegur og nánast allt í öllu í sóknarleik FH-inga í dag," skrifaði Sölvi Haraldsson í skýrslunni eftir leik.

Rætt var um Loga í Innkastinu þar sem síðasta umferð var gerð upp.

„Ef að hann skorar 4-5 mörk í sumar þá er ekki fræðilegur möguleiki á að hann spili hérna á næsta tímabili, ekki séns. Það er mjög erfitt fyrir djúpa miðjumenn að komast út. En við sáum það þegar Júlíus Magnússon fór að skora fyrir Víking þá kom kallið. Það er bara tímaspursmál hvenær Logi fer út," sagði Sæbjörn Steinke.

„Ef hann fer í hafsentinn þá fer hann út, ég get lofað þér því. Hann er ógeðslega góður fótboltamaður miðað við miðvörð og það er mjög aðlaðandi fyrir erlend lið," sagði Valur Gunnarsson.

Logi verður tvítugur í sumar og lék í vetur sinn fyrsta A-landsleik. Þrátt fyrir að vera ekki orðinn tvítugur á Logi 92 KSÍ leiki að baki, 60 þeirra eru leikir í efstu deild. Hollenska félagið Willem II og ítalska félagið Hellas Verona eru þau félög sem Fótbolti.net hefur fjallað um að hafi sýnt Loga áhuga.

Fótbolti.net ræddi við Davíð Þór Viðarsson, yfirmann fótboltamála, um Loga Hrafn í ágúst í fyrra:

„Finnst það persónulega dálítið skrítið"

Næsti leikur FH er gegn Vestra á Kaplakrikavelli á morgun.
Innkastið - Víkingar fá hjálp sem þeir þurfa ekki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner