Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   fös 03. maí 2024 13:43
Elvar Geir Magnússon
West Ham nálægt því að semja við Lopetegui
Julen Lopetegui.
Julen Lopetegui.
Mynd: Getty Images
Guardian segir að West Ham sé nálægt því að gera samkomulag við Julen Lopetegui um að taka við sem stjóri félagsins. Allt bendir til þess að leiðir West Ham og David Moyes skilji í sumar.

West Ham ræddi við Rúben Amorim, stjóra Sporting Lissabon, eins og frægt er en búist er við því að hann verði áfram hjá portúgalska félaginu.

Lopetegui hefur verið án starfs síðan hann hætti með Wolves síðasta sumar. Á ferli sínum hefur hinn 57 ára gamli Lopetegui stýrt spænska landsliðinu, Porto, Sevilla og Wolves. Þá var hann um stutt skeið stjóri Real Madrid.

Lopetegui var við það að taka við AC Milan en ítalska félagið hætti skyndilega við vegna óánægju stuðningsmanna.

Slappt gengi seinni hluta tímabils hjá West Ham hefur gert það að verkum að Moyes mun að öllum líkindum ekki fá tveggja ára samningstilboðið sem var í bígerð fyrr í vetur.

West Ham var í sjötta sætu um jólin en hefur sigið niður í það níunda. Liðið hefur aðeins unnið fjóra leiki í öllum keppnum 2024.
Athugasemdir
banner
banner
banner