Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   fös 03. maí 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Wolves fær Doyle alfarið frá City (Staðfest)
Tommy Doyle skellir sér í tæklingu.
Tommy Doyle skellir sér í tæklingu.
Mynd: EPA
Úlfarnir munu tryggja sér Tommy Doyle, miðjumann Manchester City, þann 1. júlí og borgar aðeins tæplega 5 milljónir punda.

Þessi 22 ára miðjumaður hefur spilað 30 leiki fyrir Wolves á lánssamningi á þessu tímabili og félagið hefur nú nýtt sér ákvæði um að fá hann alfarið.

BBC greinir frá því að Manchester City muni hafa ákvæði um að geta keypt Doyle til baka og þá muni félagið fá 50% af framtíðarsölu leikmannsins.

Doyle var hjá City frá átta ára aldri en hefur aðeins leikið sjö aðalliðsleiki fyrir félagið. Hann hefur á ferli sínum spilað á lánssamningum hjá Hamborg, Cardiff og Sheffield United.

Hann má ekki mæta City í ensku úrvalsdeildinni á morgun.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 37 27 7 3 93 33 +60 88
2 Arsenal 37 27 5 5 89 28 +61 86
3 Liverpool 37 23 10 4 84 41 +43 79
4 Aston Villa 37 20 8 9 76 56 +20 68
5 Tottenham 37 19 6 12 71 61 +10 63
6 Chelsea 37 17 9 11 75 62 +13 60
7 Newcastle 37 17 6 14 81 60 +21 57
8 Man Utd 37 17 6 14 55 58 -3 57
9 West Ham 37 14 10 13 59 71 -12 52
10 Brighton 37 12 12 13 55 60 -5 48
11 Bournemouth 37 13 9 15 53 65 -12 48
12 Crystal Palace 37 12 10 15 52 58 -6 46
13 Wolves 37 13 7 17 50 63 -13 46
14 Fulham 37 12 8 17 51 59 -8 44
15 Everton 37 13 9 15 39 49 -10 40
16 Brentford 37 10 9 18 54 61 -7 39
17 Nott. Forest 37 8 9 20 47 66 -19 29
18 Luton 37 6 8 23 50 81 -31 26
19 Burnley 37 5 9 23 40 76 -36 24
20 Sheffield Utd 37 3 7 27 35 101 -66 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner