Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   lau 04. maí 2024 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dyche: Það var öllum sama um Everton
Mynd: EPA

Sean Dyche stjóri Everton þekkir vel hvernig er að vera í fallbaráttu en Everton var í harðri baráttu á síðustu leiktíð en tókst að bjarga sér að lokum.


Liðið var einnig í mikilli hættu á þessari leiktíð þar sem stigafrádráttur var m.a. að þvælast fyrir liðinu en Everton hefur þegar tryggt sér áframhaldandi veru í deildinni á næstu leiktíð.

Liðið gerði jafntefli gegn Luton í gær en Luton er í fallsæti á markatölu. Dyche var spurður að því á fréttamannafundi eftir leikinn hvort það væri eitthvað ákveðið lið sem hann vonaðist til að myndi bjarga sér.

„Það var öllum sama um Everton þegar við vorum í þessari stöðu á síðustu leiktíð svo liðin verða að berjast um þetta. Við urðum að berjast um þetta á síðsutu leiktíð og hugsa um okkur sjálfa," sagði Dyche.

„Við höfum hugsað vel um okkur sjálfa á þessari leiktíð og komist yfir margar hindranir og ég er mjög stoltur af því. Ég hef verið sjálfur í þessari baráttu og það hjálpar þér enginn, allir verða að berjast og við sjáum til hver klárar dæmið."

Hans fyrrum félagar í Burnley eru einnig í baráttunni en liðið gæti komist upp úr fallsæti með sigri á Newcastle í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner