Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   lau 04. maí 2024 13:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Arsenal styrkti stöðu sína á toppnum
Declan Rice átti frábæran leik
Declan Rice átti frábæran leik
Mynd: EPA

Arsenal 3 - 0 Bournemouth
1-0 Bukayo Saka ('45 , víti)
2-0 Leandro Trossard ('70 )
3-0 Declan Rice ('90 )


Arsenal er með fjögurra stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir sigur á Bournemouth í dag.

Arsenal var með ótrúlega yfirburði í upphafi leiks en tókst ekki að brjóta ísinn fyrr en undir lok fyrri hálfleiksins þegar Kai Havertz nældi í vítaspyrnu.

Bukayo Saka steig á punktinn og skoraði.

Það var síðan Leandro Trossard sem tryggði Arsenal sigurinn þegar hann skoraði eftir laglega sendingu frá Declan Rice.

Stuttu síðar kom Antoine Semenyo boltanum í netið en markið var dæmt af þar sem Dominic Solanke braut á David Raya í aðdragandanum.

Gabriel virtist vera innsigla sigurinn þegar hann skoraði stórkostlegt mark undir lok leiksins eftir að Kai Havertz lagði boltann upp fyrir hann en Þjóðverjinn var dæmdur rangstæður.

Declan Rice innsiglaði sigurinn með marki seint í uppbótatímanum.

Arsenal er komið með fjögurra stiga forystu á Man City á toppi deildarinnar en City á þó tvo leiki til góða.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner