Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   lau 04. maí 2024 21:39
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Aftur tapaði Inter fyrir einu slakasta liði deildarinnar
Sassuolo er eina liðið sem hefur unnið Inter á tímabilinu
Sassuolo er eina liðið sem hefur unnið Inter á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Fallbaráttulið Sassuolo vann annan leik sinn gegn Inter á tímabilinu og er eina liðið sem hefur tekist að vinna meistarana til þessa.

Í september vann Sassuolo 2-1 sigur á Inter á Giuseppe Meazza-leikvanginum.

Síðan þá hafði Inter ekki tapað leik eða alveg fram að leik liðanna í kvöld.

Armand Lauriente skoraði eina mark leiksins á með góðu skoti upp í þaknetið eftir undirbúning Josh Doig.

Inter kom boltanum í netið undir lok hálfleiksins er Lautaro Martínez stýrði fyrirgjöf Carlos Augusto í netið. Argentínski framherjinn var rétt fyrir innan þegar fyrirgjöfin kom og markið dæmt af.

Gestirnir náðu ekki að brjóta Sassuolo á bak aftur og fóru því þrjú mikilvæg stig til heimamanna. Sassuolo er í næst neðsta sæti með 29 stig eftir 35 leiki og heldur í vonina um að geta bjargað sér frá falli.

Lazio missteig sig í baráttu sinni um Meistaradeildarsæti með því að gera 2-2 jafntefli við Monza. Ciro Immobile og Matias Vecino skoruðu báðir fyrir Lazio en Bosníumaðurinn Milan Djuric jafnaði í tvígang.

Lazio er þremur stigum frá Meistaradeildarsæti þegar liðið á þrjá leiki eftir.

Monza 2 - 2 Lazio
0-1 Ciro Immobile ('11 )
1-1 Milan Djuric ('75 )
1-2 Matias Vecino ('83 )
2-2 Milan Djuric ('90 )

Sassuolo 1 - 0 Inter
1-0 Armand Lauriente ('20 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 36 29 5 2 86 19 +67 92
2 Milan 36 22 8 6 72 43 +29 74
3 Bologna 36 18 13 5 51 27 +24 67
4 Juventus 36 18 13 5 49 28 +21 67
5 Atalanta 35 19 6 10 65 39 +26 63
6 Roma 36 17 9 10 63 44 +19 60
7 Lazio 36 18 5 13 47 37 +10 59
8 Fiorentina 36 15 9 12 55 42 +13 54
9 Napoli 37 13 13 11 55 48 +7 52
10 Torino 36 12 14 10 33 32 +1 50
11 Genoa 36 11 13 12 43 44 -1 46
12 Monza 36 11 12 13 39 48 -9 45
13 Lecce 36 8 13 15 32 52 -20 37
14 Verona 36 8 10 18 34 48 -14 34
15 Udinese 36 5 18 13 35 52 -17 33
16 Cagliari 36 7 12 17 38 65 -27 33
17 Frosinone 36 7 11 18 43 68 -25 32
18 Empoli 36 8 8 20 26 52 -26 32
19 Sassuolo 36 7 8 21 42 72 -30 29
20 Salernitana 36 2 10 24 28 76 -48 16
Athugasemdir
banner
banner
banner