Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   lau 04. maí 2024 18:47
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Real Madrid meistari eftir tap Barcelona (Staðfest) - Girona í Meistaradeildina
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Girona eru spenntir fyrir Meistaradeildinni
Stuðningsmenn Girona eru spenntir fyrir Meistaradeildinni
Mynd: Getty Images
Girona 4 - 2 Barcelona
0-1 Andreas Christensen ('3 )
1-1 Artem Dovbyk ('4 )
1-2 Robert Lewandowski ('45 , víti)
2-2 Portu ('65 )
3-2 Miguel Gutierrez ('67 )
4-2 Portu ('74 )

Real Madrid er spænskur deildarmeistari árið 2024 en þetta varð ljóst eftir að Girona vann 4-2 sigur á Barcelona í dag. Girona mun spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Börsungar þurftu að vinna í dag til þess að halda pressunni á Madrídingum.

Danski varnarmaðurinn Andreas Christensen skoraði glæsilegt mark til að koma Börsungum yfir. Hann fékk boltann á kassann við vítateigslínuna og negldi honum á lofti í vinstra hornið.

Girona svaraði strax í næstu sókn. Artem Dovbyk stangaði boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá vinstri. Tuttugasta mark hans á leiktíðinni.

Barcelona komst aftur í forystu rétt áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Hinn ungi og efnilegi Lamine Yamal var felldur í teignum og var það Robert Lewandowski sem gerði annað mark gestanna.

Allt fór niður á við hjá Barcelona í síðari hálfleiknum. Portu og Miguel Gutierrez skoruðu tvö mörk á tæpum þremur mínútum áður en Portu tryggði sigurinn með fjórða marki Girona á 74. mínútu.

Sigur Girona þýðir það að liðið er komið í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins og ekki bara það því Real Madrid er nú spænskur meistari í 36. sinn en ekkert félag hefur unnið deildina oftar.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 36 29 6 1 83 22 +61 93
2 Barcelona 36 24 7 5 74 43 +31 79
3 Girona 36 23 6 7 75 45 +30 75
4 Atletico Madrid 36 23 4 9 67 39 +28 73
5 Athletic 36 17 11 8 58 37 +21 62
6 Real Sociedad 36 15 12 9 49 37 +12 57
7 Betis 36 14 14 8 48 43 +5 56
8 Villarreal 36 14 9 13 60 60 0 51
9 Valencia 36 13 9 14 37 40 -3 48
10 Getafe 36 10 13 13 41 51 -10 43
11 Alaves 36 11 9 16 34 45 -11 42
12 Sevilla 36 10 11 15 47 50 -3 41
13 Osasuna 36 11 8 17 40 54 -14 41
14 Vallecano 36 8 14 14 29 44 -15 38
15 Las Palmas 36 10 8 18 32 46 -14 38
16 Celta 36 9 10 17 42 54 -12 37
17 Mallorca 36 7 15 14 29 41 -12 36
18 Cadiz 36 6 14 16 25 49 -24 32
19 Granada CF 36 4 9 23 37 70 -33 21
20 Almeria 36 2 11 23 35 72 -37 17
Athugasemdir
banner
banner
banner