Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   lau 04. maí 2024 18:32
Brynjar Ingi Erluson
Þórir Jóhann besti maður Braunschweig - Slæmt tap hjá Róberti
Þórir Jóhann var magnaður
Þórir Jóhann var magnaður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert Orri átti erfiðan dag með Kongsvinger
Róbert Orri átti erfiðan dag með Kongsvinger
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórir Jóhann Helgason átti frábæran leik er Eintracht Braunschweig gerði 3-3 jafntefli við Greuther Furth í þýsku B-deildinni í dag.

FH-ingurinn var allt í öllu í sóknarleik gestanna. Hann skoraði fyrsta markið á 12. mínútu og tvöfaldaði liðið forystuna þremur mínútum síðar en tókst að glutra forystunni niður.

Greuther Furth var 3-2 yfir þegar rúmar tíu mínútur voru eftir en þá lagði Þórir upp jöfnunarmarkið og tryggði sínu liði eitt stig. Braunschweig er í fallbaráttu en liðið er í 14. sæti með 35 stig þegar tvær umferðir eru eftir.

Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði síðustu fimmtán mínúturnar í 2-1 tapi Hansa Rostock gegn Karlsruher. Hansa Rostock er í næst neðsta sæti með 31 stig og má alls ekki við því að tapa fleiri stigum í fallbaráttunni.

Birnir Snær Ingason og Gísli Eyjólfsson spiluðu síðustu mínúturnar í óvæntu 5-2 tapi gegn Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni. Halmstad hafði byrjað tímabilið vel og sótt 12 stig á meðan Kalmar var aðeins með einn sigur fyrir leikinn.

Þorri Mar Þórisson kom inn af bekknum á 63. mínútu í markalausu jafntefli Öster gegn Gefle í sænsku B-deildinni. Þetta var fyrsti leikur Þorra á tímabilinu en Öster er með 9 stig eftir sex leiki.

Srdjan Tufegdzic og lærisveinar hans í Skövde töpuðu fyrir Utsikten, 4-1, í B-deildinni. Stefan Alexander Ljubicic lék allan leikinn í fremstu víglínu hjá Skövde, sem er með 8 stig.

Davíð Snær Jóhannsson lék allan leikinn með Álasundi sem gerði 1-1 jafntefli við Mjöndalen í norsku B-deildinni. Þetta var fimmta liðsins á tímabilinu en það er í 14. sæti eftir sex leiki.

Róbert Orri Þorkelsson og félagar hans í Kongsvinger töpuðu 5-0 fyrir Stabæk. Kongsvinger hafði byrjað tímabilið mjög vel en liðið lenti 3-0 undir og þá fékk Harald Holter, leikmaður liðsins, rauða spjaldið undir lok hálfleiksins sem hafði mikil áhrif á seinni hálfleikinn.

Kongsvinger er í 3. sæti með 11 stig en Stabæk er á toppnum með jafn mörg stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner