Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   fös 03. maí 2024 13:00
Elvar Geir Magnússon
Arteta með jákvæðan hausverk - Hefur engan áhuga á að missa Jesus
Jurrien Timber á æfingu í vikunni.
Jurrien Timber á æfingu í vikunni.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta.
Mikel Arteta.
Mynd: Getty Images
Arsenal mætir Bournemouth í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Mikel Arteta stjóri Arsenal segist hafa jákvæðan hausverk fyrir leikinn því allir í hópnum séu klárir í slaginn og flókið að velja byrjunarliðið.

Þar á meðal er hollenski varnarmaðurinn Jurrien Timber sem gekk í raðir Arsenal frá Ajax síðasta sumar en meiddist á hné strax í fyrsta leik tímabilsins. Það er eini deildarleikur hans á tímabilinu.

Arteta var spurður út í framtíð miðjumannsins Jorginho. Arsenal hefur aðeins tapað einum deildarleik sem hann hefur byrjað á þessari leiktíð.

„Ég myndi elska það að halda honum. Hann veit það. Félagið gefur því fullan stuðning. Hann gerir okkur betri svo við viljum halda honum hér," segir Arteta.

Það hafa verið sögusagnir að brasilíski sóknarmaðurinn Gabriel Jesus gæti verið seldur frá Arsenal í sumar.

„Ég veit ekki hvaðan þær sögur koma. Ég hef engan áhuga á að missa hann."

Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi á undan Manchester City sem á leik til góða.

„Þetta snýst um að viðhalda andanum og orkunni. Það er meðbyr með okkur og við þurfum að nýta okkur hann. Liðið er þroskaðra en það var í fyrra."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 37 27 7 3 93 33 +60 88
2 Arsenal 37 27 5 5 89 28 +61 86
3 Liverpool 37 23 10 4 84 41 +43 79
4 Aston Villa 37 20 8 9 76 56 +20 68
5 Tottenham 37 19 6 12 71 61 +10 63
6 Chelsea 37 17 9 11 75 62 +13 60
7 Newcastle 37 17 6 14 81 60 +21 57
8 Man Utd 37 17 6 14 55 58 -3 57
9 West Ham 37 14 10 13 59 71 -12 52
10 Brighton 37 12 12 13 55 60 -5 48
11 Bournemouth 37 13 9 15 53 65 -12 48
12 Crystal Palace 37 12 10 15 52 58 -6 46
13 Wolves 37 13 7 17 50 63 -13 46
14 Fulham 37 12 8 17 51 59 -8 44
15 Everton 37 13 9 15 39 49 -10 40
16 Brentford 37 10 9 18 54 61 -7 39
17 Nott. Forest 37 8 9 20 47 66 -19 29
18 Luton 37 6 8 23 50 81 -31 26
19 Burnley 37 5 9 23 40 76 -36 24
20 Sheffield Utd 37 3 7 27 35 101 -66 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner