Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   fös 03. maí 2024 15:30
Elvar Geir Magnússon
Clattenburg hættur hjá Forest - Starf hans ekki hjálpað félaginu
Mark Clattenburg.
Mark Clattenburg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mark Clattenburg fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni er hættur að starfa fyrir Nottingham Forest. Hann var ráðinn sem sérstakur ráðgjafi félagsins í dómaramálum. Forest var fyrsta enska félagið til að ráða einstakling í álíka starf en það skilaði ekki því sem vonast var eftir.

Clattenburg tók við starfinu fyrir þremur mánuðum en segir að honum hafi fundist hlutverk sitt meira hindrandi en hjálplegt fyrir félagið.

„Ég veitti þjónustu mína eftir bestu getu og í von um að nýta víðtæka reynslu mína sem dómari leiksins til að hjálpa félaginu. Þessi þjónasta hefur óviljandi valdið núningi á milli félagsins og annarra sem tengjast," segir Clattenburg.

Forest hefur kvartað talsvert yfir dómgæslunni í vetur og oftar en einu sinni fengið afsökunarbeiðni. Hlutverk Clattenburg hefur fengið talsverða gagnrýni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner