Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   fös 03. maí 2024 11:10
Fótbolti.net
Í BEINNI
Í BEINNI - 12:00 Dregið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dregið verður í 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í dag, föstudag klukkan 12:00.

Drátturinn verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net og hægt að fylgjast með henni hér að neðan

Í 16-liða úrslitum bætast við liðin sem leika í Bestu deildinni.

Leikirnir í 16-liða úrslitum fara fram dagana 18. og 19. maí.

Eftirfarandi lið eru í pottinum:

Besta deildin Breiðablik, FH, Fylkir, Keflavík, Stjarnan, Tindastóll, Valur, Víkingur R., Þór/KA, Þróttur R.

Lengjudeildin Afturelding, FHL, Fram, Grindavík, Grótta, ÍA.
12:12
Þá er drættinum lokið!
Allir á völlinn og áfram íslenskur fótbolti! Megi besta liðið vinna. Takk fyrir að fylgjast með.

Eyða Breyta
12:12
VALUR - FRAM
Erfiður leikur fyrir Óskar Smára og hans lið.

Eyða Breyta
12:11
GRINDAVÍK - ÍA


Eyða Breyta
12:11
Grindavík kemur upp...

Eyða Breyta
12:11
GRÓTTA - KEFLAVÍK


Eyða Breyta
12:10
Grótta fær heimaleik.

Eyða Breyta
12:10
ÞRÓTTUR - FYLKIR
Liðin gerðu jafntefli í 1. umferð Bestu deildar kvenna.

Eyða Breyta
12:10
AFTURELDING - VÍKINGUR
Bikarmeistararnir fara í Mosfellsbæinn.

Eyða Breyta
12:09
Afturelding fær heimaleik.

Eyða Breyta
12:09
FH - FHL
Austurlandsúrvalið fer í Krikann.

Eyða Breyta
12:08
FH kemur upp...

Eyða Breyta
12:08
TINDASTÓLL - ÞÓR/KA
Norðurlandsslagur.

Eyða Breyta
12:08
Tindastóll fær heimaleik...

Eyða Breyta
12:08
STJARNAN - BREIÐABLIK
Hörkuleikur sem kemur fyrst upp úr pottinum góða!

Eyða Breyta
12:07
Það er verið að koma kúlunum fyrir í skálína og Hólmfríður dregur fyrsta heimaliðið... það er Stjarnan

Eyða Breyta
12:05
Athöfnin er hafin
Birkir Sveinsson fer yfir fyrirkomulagið, sem er einfalt og gott. Svo verður byrjað að hræra í pottinum. Eins og áður segir þá aðstoða Hólmfríður Magnúsdóttir og Þorvaldur Örlygsson við dráttinn.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Eyða Breyta
12:00
Þá er klukkan orðin tólf!
Gleðilegt hádegi. Fólk er að skófla á diskinn sinn áður en drátturinn hefst.

Eyða Breyta
11:33
Kakan komin á borðið
Það sem einkennir góðan bikardrátt eru framúrskarandi veitingar. Enginn kemst með tærnar þar sem Mjólkursamsalan er með hælana í þeim efnum. Nú bíðum við bara eftir því að klukkan slái tólf og Birkir Sveinsson veislustjóri segi 'Gjörið svo vel'.

Mynd: Fótbolti.net


Eyða Breyta
11:29
Viltu horfa á dráttinn?
Drátturinn verður í beinu streymi á KSÍ rás Sjónvarps Símans.

Eyða Breyta
11:27
Liðin sem verða í pottinum
Drátturinn verður algjörlega opinn. Fyrst er dregið heimalið og svo mætir fulltrúi þess liðs og dregur andstæðing.

Besta deildin
Breiðablik
FH
Fylkir
Keflavík
Stjarnan
Tindastóll
Valur
Víkingur R.
Þór/KA
Þróttur R.

Lengjudeildin
Afturelding
FHL
Fram
Grindavík
Grótta
ÍA

Leikirnir í 16-liða úrslitum fara fram dagana 18. og 19. maí.

Eyða Breyta
11:19
Hólmfríður og Toddi draga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrrverandi landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir og Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ sjá um dráttinn að þessu sinni. Birkir Sveinsson, hinn íslenski Giorgio Marchetti, mun hafa yfirumsjón.

Eyða Breyta
11:16
Góðan og gleðilegan!
Hér fylgjumst við með því þegar Birkir Sveinsson og félagar draga í 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna.

Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon



Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner