Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   fös 03. maí 2024 12:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mjólkurbikar kvenna: Þrír úrvalsdeildarslagir - Meistararnir fara í Mosó
Víkingar fara í Mosfellsbæinn.
Víkingar fara í Mosfellsbæinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dregið var í 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu. Formaðurinn Þorvaldur Örlygsson og Hólmfríður Magnúsdóttir, fyrrum landsliðskona, sáu um dráttinn.

Það verða þrír Bestu-deildar slagir; Stjarnan tekur á móti Breiðabliki, Tindastóll mætir grönnum sínum í Þór/KA og Þróttur tekur á móti Fylki.

Bikarmeistarar Víkings fara í Mosfellsbæinn og mæta þar Lengjudeildarliði Aftureldingu. Íslandsmeistarar Vals taka á móti Lengjudeildarliði Fram.

Einn Lengjudeildarslagur fer fram þegar Grindavík tekur á móti ÍA.

16-liða úrslit:
Stjarnan - Breiðablik
Tindastóll - Þór/KA
FH - FHL
Afturelding - Víkingur
Þróttur R. - Fylkir
Grótta - Keflavík
Grindavík - ÍA
Valur - Fram

Leikirnir í 16-liða úrslitum fara fram dagana 18. og 19. maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner