Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   lau 04. maí 2024 14:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Vísir.is 
Andrea Marý á batavegi - „Eins og hún væri búin að hlaupa þrjú maraþon"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Andrea Marý Sigurjónsdóttir er á batavegi eftir að hafa hnigið niður í leik FH gegn Breiðabliki í gær.


„Þetta leit ekki vel út. Það er rosalegt langt síðan hún hefur lent í svona. Hún er hjartasjúklingur en síðustu tvö ár hafa verið góð. Þetta er gríðarlegt bakslag fyrir hana. Hugur okkar allri er hjá henni. Ég vona svo sannarlega að þeir fagaðilar sem eru upp á spítala nái að aðstoða hana núna," sagði Guðni Eiríksson þjálfari FH við Fótbolta.net eftir leiinn í gær.

„Hjartað fer á fullt hjá henni og hún nær því ekki niður. Hún þekkir þetta, þegar það fer á fullt. Hún hefur sínar aðferðir til að ná því niður. Það gekk engan veginn núna og hún stjórnaði engu. Hjartað var á milljón og hún átti mjög erfitt með andardrátt. Þetta var óþægilegt í alla staði."

„Andrea Marý er á batavegi. Hún var í rannsóknum í gærkvöldi og eitthvað inn í nóttina,“ segir Guðni í samtali við Vísi í dag.

Andrea kíkti á æfingu FH í dag.

„Hún kíkti aðeins á okkur áðan og bar sig bara vel. Eðlilega er hún mjög þreytt. Talaði um að henni liði eins og hún væri búin að hlaupa þrjú maraþon. Þetta voru mikil átök fyrir hjartað, líkama og sál í gærkvöldi. Þreyta er því eðlileg eftirköst af því. En hún ber sig bara ótrúlega vel stelpan. Er bara brött á þessari stundu," sagði Guðni við Vísi.

Guðni vonast til að rannsóknirnar muni leiða eitthvað gott í ljós og hægt verði að gera eitthvað í vandamálunum hennar.


Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner