Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   lau 04. maí 2024 22:26
Brynjar Ingi Erluson
Haaland um Keane: Mér er eiginlega alveg sama um þennan mann
Mynd: Getty Images
Erling Braut Haaland, sóknarmaður Manchester City á Englandi, skoraði fjögur mörk er lið hans vann Wolves örugglega, 5-1, á Etihad í dag, en hann svaraði fyrir gagnrýni sem hann hefur fengið síðustu vikur.

Ekki er langt síðan írski sparkspekingurinn Roy Keane gagnrýndi Haaland.

Hann sagði Norðmanninn bara góðan í að klára færi en annars væri hann nánast eins og D-deildar leikmaður.

Keane færði Haaland upp um tvær deildir eftir frammistöðu framherjans í síðustu umferð. Þá sagði hann að Haaland væri orðinn B-deildar leikmaður í hans augum.

Haaland, sem fékk 10 fyrir frammistöðu sína í kvöld, var spurður út í gagnrýni Keane eftir leikinn en svar hans var stutt og hnitmiðað.

„Mér er eiginlega alveg sama um þennan mann, þannig þetta er bara í fínu lagi,“ sagði Haaland við Viaplay eftir leikinn.

Keane er ekki í miklum metum í Haaland-fjölskyldunni. Keane fékk að líta rauða spjaldið fyrir ógeðfellda tæklingu á Alf-Inge Haaland, föður Erling, í leik Manchester City og Manchester United árið 2001.

Írinn sá beint rautt spjald fyrir tæklinguna og átta leikja bann ásamt því að þurfa greiða 150 þúsund pund í sekt.
Athugasemdir
banner
banner
banner