Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
Jón Þór: Færum þeim það upp í hendurnar
Haraldur Freyr: Ég var aldrei rólegur
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
   fös 03. maí 2024 21:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir.
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir hefur heldur betur farið vel af stað í Bestu deildinni í sumar. Hún skoraði tvennu í fyrsta leik Keflavík, skoraði svo eitt gegn Tindastóli og kom svo að öllum þremur mörkunum í sigri gegn FH í kvöld; tvö mörk og þá átti hún stóran þátt í fyrst markinu.

„Ég er gríðarlega ánægð með mína byrjun á tímabilinu og byrjunina hjá liðinu líka. Við erum búnar að standa okkur vel. Við erum að ná inn ró í spilið okkar og mér finnst ganga mjög vel."

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 FH

Breiðablik hefur unnið fyrstu þrjá leikina alla 3-0 og er liðið á toppi Bestu deildarinnar.

„Þetta er geggjað. Á meðan við höldum hreinu og setjum nokkur mörk, þá erum við sáttar."

Vigdís Lilja hefur þurft að leysa margar stöður á síðustu árum - eins og til dæmis bakvörð - en er núna að fá tækifæri sem fremsti leikmaður Breiðabliks. Það er óhætt að segja að hún sé að nýta það tækifæri.

„Ég spilaði ekki mikið frammi á seinasta ári en mér finnst ég hafa bætt mig mjög mikið í vetur. Nik (Chamberlain) hefur spilað stóran þátt í því. Ég myndi segja að mér líði best fremst á vellinum, þetta var mín upprunalega staða."

Hægt er að sjá viðtalið allt í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner