Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
Jón Þór: Færum þeim það upp í hendurnar
Haraldur Freyr: Ég var aldrei rólegur
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
banner
   fös 03. maí 2024 21:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflavík tapaði á heimavelli gegn ÍR í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Harald Frey Guðmundsson þjáflara Keflavíkur eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 ÍR

„Þetta var verðskuldaður sigur hjá ÍRingum, þeir gerðu þetta erfitt fyrir okkur, börðust eins og ljón og skildu allt eftir á vellinum og við áttum ekki svör við því," sagði Haraldur.

„Við fáum þrjú færi þar sem við erum einn á móti markmanni og það er varið frá okkur í hvert skipti. Mörk vissulega breyta leikjum, ef við nýtum ekki færin sem við fáum er erfitt að vinna fótboltaleiki."

Var vanmat hjá ykkur í kvöld?

„Nei það held ég ekki. Ég var búiinn að segja við þá að þetta yrði skrítinn leikur sem varð raunin. Alls ekkert vanmat hjá okkur," sagði Haraldur.

„Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð. Auðvitað hefðum við viljað byrja á sigri á okkar heimavelli. Það fór eins og það fór það er bara áfram gakk og næsti leikur."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner