Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
Jón Þór: Færum þeim það upp í hendurnar
Haraldur Freyr: Ég var aldrei rólegur
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
banner
   fös 03. maí 2024 22:51
Kári Snorrason
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þór mætti Þrótti R. í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar fyrr í kvöld. Þórsarar komust yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en fengu svo dramatískt jöfnunarmark á sig á 92' mínútu. Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Þórsara mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  1 Þór

„Svekktir að hafa tapað þessu niður, mér fannst við ekki þurfa að gera það. Leikurinn leysist upp og verður svolítið fram og til baka. Við fengum ótal stöður til að loka þessum leik.
Ég ætla ekki að tala um að þetta sé ósanngjarnt en mér fannst við ekki þurfa að missa þetta niður í 1-1. Mögulega einhver fókusleysi á mikilvægum augnablikum sem fór með okkur. "

„Margt gott í okkar leik, ekki fullkomið en fyrsti leikur og smá spenna en mér fannst við geta unnið þennan leik. "

Lengjudeildin er loksins farin af stað

„Geggjaðar aðstæður hérna hjá Þrótturum, gott lið sem við mætum hérna, gott veður og fengum frábæran stuðning úr stúkunni. Við erum spenntir en mjög svekktir núna en frábært að þetta sé byrjað."

Þórsarar fá Aftureldingu fyrir norðan í næsta leik

„Við þurfum að hrista þetta hratt af okkur og erum spenntir að taka á móti Magga og félögum."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner