Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
Jón Þór: Færum þeim það upp í hendurnar
Haraldur Freyr: Ég var aldrei rólegur
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
banner
   fös 03. maí 2024 21:06
Atli Arason
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Anna María er fyrirliði Stjörnunnar
Anna María er fyrirliði Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var borin meidd af leikvelli eftir að hún lenti í samstuði við Jordyn Rhodes, leikmann Tindastóls á 83. mínútu, í 0-2 tapi Stjörnunnar á heimavelli gegn Tindastól í Bestu-deild kvenna í kvöld.


Anna missti meðvitund um stund og fór blóðug á sjúkrabörum af leikvelli og beint upp á spítala. Kristján vildi sjá önnur viðbrögð frá dómarateymi leiksins.

Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig og það var ekki einu sinni gefin áminning né aukaspyrna. Það sama gerðist nokkru áður þegar ráðist var á markvörðinn okkar og ekki var gefin áminning þá heldur. Ég veit það ekki nákvæmlega [með stöðuna á Önnu] en það voru einhverjir áverkar á andliti hennar,“ svaraði Kristján, aðspurður hver staðan á Önnu væri.

Kristján telur úrslit leiksins ekki ósanngjörn en hefðu getað fallið með Stjörnukonum ef þær hefðu farið betur með færanýtingu sína.

Í jöfnum leik síðustu helgi þá vinnum við þegar við skorum sigurmarkið undir lokin. Hérna tókst ekki að setja þetta mark sem okkur fannst við eiga inni. Jafn leikur samt og kaflar þarna sem við áttum að nýta betur,” sagði Kristján áður en hann bætir við.

Það hefði verið gott að skora fyrsta markið þar sem við fáum fyrsta opna færið, skalli í stöng. Síðan kemur færi hjá andstæðingnum og þar fer boltinn inn í markið. Það sem vantar upp á er að við þurfum að vera betri en andstæðingurinn inn í teig, bæði þegar við fáum færin og þegar við þurfum að verjast,” sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar. Viðtalið við Kristján í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner