Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
Jón Þór: Færum þeim það upp í hendurnar
Haraldur Freyr: Ég var aldrei rólegur
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
   fös 03. maí 2024 21:36
Atli Arason
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, betur þekktur sem Donni, gat ekki leynt ánægju sinni eftir leikslok á fyrsta sigri Tindastóls í sumar, 0-2 útisigri gegn Stjörnunni í Bestu-deild kvenna.


Við vitum í hverju við erum góðar og það sýndi sig í báðum mörkunum að við erum góðar í því að fá góðar fyrirgjafir og fylla vítateiginn. Við erum með sterka leikmenn þarna inni [í teig]. Við þjáðumst á köflum gegn góðu liði stundum. Það þarf taka það á kassann og gera það vel. Mér fannst stelpurnar gera það vel í dag, við náðum að halda hreinu og skora tvö mörk. Þrjú mikilvæg stig,“ svaraði Donni aðspurður um upplegg liðsins í kvöld.

Ég er ótrúlega glaður, stoltur af stelpunum mínum, þetta var frábær vinna. Stjarnan er hörku lið og vel þjálfað. Þetta er erfiður útivöllur að fara á og svo framvegis. Við höfum ekki tekið marga sigra hér áður fyrr og þess vegna er ég mjög glaður með þessi tvö mörk og að halda hreinu.

Mörkin tvö sem Stólarnir skoruðu í kvöld voru þau fyrstu sem liðið skorar í sumar. Donni vildi sjá sínar konur hamra járnið á meðan það var heitt með því að skora fleiri mörk í síðari hálfleik.

Þetta er frábær liðsheild, þær vinna fyrir hvora aðra og gefa allt í þetta. Fyrir það erum við ótrúlega stolt af þeim. Við hefðum getað skorað fleiri í seinni hálfleik en mér fannst við byrja leikinn ágætlega, þetta var í góðu jafnvægi í byrjun en svo náum við þessu fyrsta marki inn sem létti af pressunni á okkur. Í seinni hálfleik þá byrjuðum við ekki nógu vel og þær [Stjarnan] lágu á okkur og við þjáðumst en gerðum vel í því að verjast. Í seinni hluta seinni hálfleiks þá fannst mér við taka leikinn yfir og hefðum getað skorað fleiri,“ sagði Donni.

Síðasti heimaleikur Tindastóls gegn Breiðablik var færður yfir í Kópavogi af því að völlurinn á Sauðárkróki var ekki leikhæfur. Donni býst ekki við því að liðið spili næsta leik gegn Fylki, á heimavelli fyrir norðan. Sá leikur á að fara fram 8. maí. 

Ég stórefa að leikurinn verði á heimavelli, hann verður sennilega á Fylkisvelli en það á eftir að taka snúning á því. Hann [völlurinn] er ekki tilbúinn og verður ekki tilbúinn fyrir næsta leik. Þannig það er eitthvað sem verður núna tekið fyrir í framhaldinu myndi ég halda,“ sagði Donni, þjálfari Tindastóls, að endingu. Allt viðtalið við Donna má sjá í spilaranum hér að ofan.

 


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner