Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
Jón Þór: Færum þeim það upp í hendurnar
Haraldur Freyr: Ég var aldrei rólegur
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
banner
   lau 04. maí 2024 16:55
Haraldur Örn Haraldsson
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Andri Rúnar Bjarnason leikmaður Vestra skoraði bæði mörk liðs síns þegar þeir töpuðu 3-2 gegn FH í Kaplakrika í dag.


Lestu um leikinn: FH 3 -  2 Vestri

„Tilfinningin er súr, því mér fannst við vera svona þokkalega með þetta í hálfleik. Það var svona frekar mikið jafnræði og þá kannski svona mesti fótboltinn spilaður. Við vorum einhvernvegin með leikinn eins og við vildum hafa hann en svo bara slökkvum við á okkur í byrjun seinni hálfleiks og eftir það bara vöknuðum við ekkert til lífsins fannst mér."

Vestri kemst yfir í stöðuna 2-1 í uppbótartíma fyrri hálfleiks, en strax eftir 2 mínútur af fyrrir hálfleiknum var FH búið að jafna leikinn. Andri segir að það hafi verið sérstaklega fúlt því þeir vissu um það bil hvað FH ætlaði að gera.

„Það er nefnilega sem er hvað mest pirrandi við þetta. Við töluðum um, orð fyrir orð, og bara 'play by play' það sem að gerðist í jöfnunarmarkinu, að það væri það sem þeir væru að reyna að gera. Það er bara hrikalegt að það hafi síðan bara gerst strax eftir tvær mínútur. Við vissum allir hvað væri að fara gerast en við fáum þetta mark á okkur og það er ekki nógu gott hjá okkur."

Andri fór af velli eftir 60 mínútur en hann segist hafa getað spilað lengur.

„Við vorum óheppnir að við áttum bara eitt skiptingarholl eftir. Við gerðum tvær skiptingar í fyrri hálfleik í sitthvoru hollinu og maður fær bara þrjú. Þannig ef við ætluðum að taka þrjár skiptingar þá þurftum við að taka þær þarna. Þá var ég í fínum málum en ef eitthvað hefði gerst eftir það þá hefðum við ekki átt neina skiptingu eftir þannig þetta var bara skipting sem við þurftum að gera."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan, þar talar Andri nánar um sitt hlutverk í liðinu og stöðu hópsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner