Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
Jón Þór: Færum þeim það upp í hendurnar
Haraldur Freyr: Ég var aldrei rólegur
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
banner
   fös 03. maí 2024 21:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
Andrea Marý Sigurjónsdóttir.
Andrea Marý Sigurjónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Andrea er upp á spítala núna. Ég vona að það fagfólk sem er þar sé að reyna að hjálpa henni að ná hjartslættinum aftur í takt og svo framvegis," sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir leik gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld.

Leikurinn endaði 3-0 fyrir Blikum en í lokin voru úrslitin algjört aukaatriði. Andrea Marý Sigurjónsdóttir, leikmaður FH, hneig niður í lok leiksins og var hringt á sjúkrabíl í snatri.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 FH

„Þetta leit ekki vel út. Það er rosalegt langt síðan hún hefur lent í svona. Hún er hjartasjúklingur en síðustu tvö ár hafa verið góð. Þetta er gríðarlegt bakslag fyrir hana. Hugur okkar allri er hjá henni. Ég vona svo sannarlega að þeir fagaðilar sem eru upp á spítala nái að aðstoða hana núna."

Andrea var með meðvitund þegar hún fór af Kópavogsvelli en henni leið mjög illa.

„Hjartað fer á fullt hjá henni og hún nær því ekki niður. Hún þekkir þetta, þegar það fer á fullt. Hún hefur sínar aðferðir til að ná því niður. Það gekk engan veginn núna og hún stjórnaði engu. Hjartað var á milljón og hún átti mjög erfitt með andardrátt. Þetta var óþægilegt í alla staði."

Við á Fótbolti.net sendum okkar bestu batakveðjur á Andreu Marý eftir þetta óhugnanlega atvik.

Við þurfum að laga þetta
Í viðtalinu hér að ofan ræddi Guðni aðeins líka um leikinn sem var í kvöld. FH gaf klaufaleg mörk en liðið er með þrjú stig eftir fyrstu þrjá leikina.

„Við mættum Blikaliðinu af fullum krafti og komum okkur í góðar stöður. Brooke fékk dauðafæri og Elísa átti stangarskot, en inn vildi boltinn ekki. Við fáum okkur skítamörk í andlitið og það pirrar mig rosalega. Við höfum fengið á okkur skítamörk í síðustu tveimur leikjum. Mörk breyta leikjum," sagði Guðni.

„Við þurfum að laga þetta. Við getum ekki spilað fótboltaleiki og lekið inn einhverjum skítamörkum aftur og aftur."
Athugasemdir
banner
banner