Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mið 24. apríl 2024 09:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þórir Guðjóns í Þrótt (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þórir Guðjónsson er genginn í raðir Þróttar og mun spila með liðinu í sumar.

Þórir er 33 ára framherji sem leikið hefur með Fram undanfarin ár en rann út á samningi síðasta haust.

Á síðasta tímabili skoraði hann eitt mark í átján leikjum með uppeldisfélaginu Fram. Á sínum ferli hefur hann leikið með Fram, Breiðabliki, Fjölni, Val og Leikni. Á sínum tíma lék hann níu unglingalandsleiki og skoraði eitt mark.

Þróttur er í Lengjudeildinni og þjálfari liðsins er Sigurvin Ólafsson.

Lengjudeildin hefst í næstu viku en í kvöld á Þróttur leik gegn HK í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins en Þórir fær ekki leikheimild fyrr en á morgun.

Komnir
Björgvin Stefánsson frá Þrótti V.
Cristofer Rolin frá Ægi
Þórir Guðjónsson frá Fram
Samúel Már Kristinsson frá Kríu
Viktor Andri Hafþórsson frá Keflavík
Ísak Daði Ívarsson á láni frá Víkingi
Sigurður Steinar Björnsson á láni frá Víkingi
Þórhallur Ísak Guðmundsson frá Þrótti Vogum
Andi Morina frá KV (var á láni)
Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson frá KV

Farnir
Hinrik Harðarson í ÍA
Kostyantyn Pikul í Þrótt Vogum
Óskar Sigþórsson í KFK
Steven Lennon (var á láni frá FH)
Sergio Francisco Oulu til Kormáks/Hvatar
Theodór Unnar Ragnarsson til Kormáks/Hvatar á láni
Athugasemdir
banner
banner
banner