Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mið 24. apríl 2024 13:30
Enski boltinn
Komið gott hjá Ten Hag - „Fótboltinn alveg ömurlegur og persónutöfrarnir engir"
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: EPA
Man Utd vann Coventry á dramatískan hátt í undanúrslitum enska bikarsins.
Man Utd vann Coventry á dramatískan hátt í undanúrslitum enska bikarsins.
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag er búinn að koma Manchester United í úrslitaleik enska FA-bikarsins tvö ár í röð, en liðið komst í úrslitaleikinn síðasta sunnudag eftir dramatískan sigur gegn Coventry.

United komst í 3-0 í leiknum en missti það niður í 3-3. Það er lýsandi fyrir Man Utd á þessu tímabili.

Man Utd tapaði gegn Man City í úrslitaleiknum í fyrra, en þessi lið mætast aftur núna og er City mun líklegri aðilinn.

Þrátt fyrir að United sé komið í úrslitaleikinn þá er Ten Hag ekki sérlega öruggur í starfi þar sem tímabilið hefur verið hrein hörmung heilt yfir. Frammistaða Man Utd hefur verið vægast sagt slök.

„Er þetta ekki komið gott?" sagði Emil Ásmundsson, miðjumaður Fylkis, í Enski boltinn hlaðvarpinu þegar rætt var um Ten Hag og hans framtíð. „En þarf ekki bara að taka almennilega til þarna? United þarf bara að henda ákveðnum gæjum þarna í burtu."

„Til dæmis Casemiro og Raphael Varane," sagði Sæbjörn Steinke í þættinum og bætti síðar við að hann myndi drífa Marcus Rashford sem fyrst í burtu.

Sæbjörn var spurður að því í þættinum hvort að Ten Hag myndi fá annað tímabil ef United vinnur úrslitaleikinn gegn City.

„Nei, alls ekki. Þetta er löngu komið fínt," sagði Sæbjörn.

„Ég væri ekkert eðlilega mikið til í það," sagði Emil en hann er stuðningsmaður Liverpool. „Það súmmerar upp stöðuna. Stuðningsmenn hinna liðanna vilja að hann verði áfram," sagði Sæbjörn.

„Fótboltinn er alveg ömurlegur hjá Ten Hag og persónutöfrarnir eru engir," sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner