Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mið 24. apríl 2024 09:00
Elvar Geir Magnússon
Tevez á sjúkrahúsi vegna verkja fyrir brjósti
Carlos Tevez.
Carlos Tevez.
Mynd: Getty Images
Carlos Tevez, fyrrum landsliðsmaður Argentínu, er í rannsóknum á sjúkrahúsi eftir að hafa fundið fyrir verkjum fyrir brjósti.

Hann var fluttur á sjúkrahús í Búenos Aíres í gær og verður þar á meðan rannsóknir standa yfir.

Tevez er 40 ára og er fyrrum leikmaður Manchester United, Manchester City og West Ham. Hann vann enska meistaratitilinn í tvígang með United og einu sinni með City. Í dag er hann stjóri argentínska úrvalsdeildarliðsins Independiente.

Tevez lék 76 landsleiki fyrir Argentínu milli 2004 og 2015 en hann var ráðinn stjóri Independiente í ágúst í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner