Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   fim 25. apríl 2024 18:31
Elvar Geir Magnússon
Ítalía: Flautusigurmark í leiknum sem hófst fyrir ellefu dögum
Evan Ndicka er búinn að jafna sig.
Evan Ndicka er búinn að jafna sig.
Mynd: Getty Images
Udinese 1 - 2 Roma
1-0 Roberto Pereyra ('23 )
1-1 Romelu Lukaku ('64 )
1-2 Bryan Cristante ('90 )

Síðustu átján mínúturnar í leik Udinese og Roma voru spilaðar í kvöld. Leik var hætt þegar liðin mættust í ítölsku A-deildinni sunnudaginn 14. apríl.

Staðan í leiknum var þá 1-1. Roberto Pereyra skoraði fyrir Udinese á 23. mínútu áður en Romelu Lukaku jafnaði þegar tæpur hálftími var eftir.

Leik var hætt eftir að Evan Ndicka varnarmaður Roma hneig niður í leiknum og óttast var að hann væri með hjartabilun. Á sjúkrahúsi kom hinsvegar í ljós að hann hefði orðið fyrir samfalli á lunga. Hann hefur nú fengið grænt ljós á að snúa aftur til æfinga og keppni.

Roma náði að tryggja sér sigurinn þegar leikurinn var kláraður í kvöld, og það með flautumarki í uppbótartíma. Bryan Cristante skoraði með skalla eftir horn.

Roma er í fimmta sæti með 58 stig en Udinese er markatölunni frá því að vera í fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner